Réttur


Réttur - 01.06.1962, Qupperneq 74

Réttur - 01.06.1962, Qupperneq 74
186 II É T T U It unnar: „Stattu upp, þú getur gengið.“ Maillot vissi hvað hans beið. Hann gekk hægt aftur á bak. Tveir hermenn með vélbyssur gengu á eftir honum. Er hann hafði gengið 10 metra kallaði hann: „Lifi Kommúnistaflokkur Algier!“ Skothríð dundi á fætur hans svo hann féll til jarðar. Hann hélt áfram að kalla, liggjandi á jörðinni, unz hann dó. Hinir þrír fangarnir voru drepnir eins.“ Maillot var einn hinna fáu Evrópumanna, sem lifði, barðist og dó sem Algier-búi. Hann var kommúnisti. En það eru líka til Evrópu- menn, sem börðust heiðarlegri frelsisbaráttu við hlið Serkja, og voru ekki kommúnistar. Thuveny var lögfræðingur, fæddur í Algier og nam þar lög. Hann var fyrsti málflutningsmaðurinn, sem tók að sér vörn fyrir frelsis- sinna Algier. 1950 hafði hann varið Ben Bella. 1954 varði hann fyrstu frelsisstríðsmennina. Hann afhjúpaði brotin á réttarreglunum og pyntingarnar, sem fangarnir voru beittir. Herdómstóllinn hataði hann og hræddist. Yfirvöldin hótuðu honum lífláti. 1956 var hann tekinn fastur, hafður ellefu mánuði í fangabúðum, síðan gerður landrækur. Hann fór ekki til París, heldur til Marokko og hélt þaðan uppi baráttunni fyrir frelsi Algier. Mohammed 5. gerði hann að lögmanni Marokko-ríkis. I des. 1958 kom franska leynilögreglan fyrir sprengivél í bíl hans og myrti hann þannig. Við jarðarförina talaði fulltrúi þjóðfrelsishers Algier. Hann kvað þjóð Algier ætíð myndu minnast slíkra manna sem Thuveny. Algierskir föðurlands- vinir af evrópskum kynstofni væri sú manntegund, er nýlendukúg- ararnir hötuðu mest. Frjáls þjóð Algier mun ei gleyma píslarvottum frelsis síns. En vér Evrópumenn megum muna að enn eru aðferðir Hitlers fram- kvæmdar af fasistum Atlantshafsbandalagsins. Vold franska verkalýðsins. Þegar lögregla de Gaulle hafði drepið átta verkamenn í París í febrúar 1962, er verkamenn mótmæltu fasisma O.A.S., tók um ein milljón Parísarbúa þátt í jarðarför hinna myrtu. Borgaralegur fréttaritari lýsir þessari jarðarför þannig 13. febrúar.: „Það tók meir en klukkutíma fyrir ])á eina, sem báru kransana, að ganga íram hjá ákveðnum stað. Kransarnir virtust koma frá sérhverri verksmiðju, hverjum skóla og spítala í París. Næstum öll líkfylgdin virtust vera verkamenn í verkamannafötum sínum — strætisvagnastjórar, járnhrautarverkamenn, flutningamenn frá grænmetismörkuðunum, hjúkrunarkonur, verkamenn slátur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.