Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 49

Réttur - 01.06.1962, Síða 49
R E T T U R 161 verkfall hjá sjálfum sér. Þetta er ekki svo slæmt svar, þótt máliö sé varla alveg svona einfalt. Við vitum að kjör verkafólks eru alls staöar háð því á hve háu stigi framleiðsla landsins stendur, hve þróuð tækni þess er, hve miklu hver verkamaður afkastar. En í kapítalístísku þjóðfélagi eru kjör verkamanna, vinnulaun þeirra alls ekki liáð framleiðslunni einungis. Kjör þeirra eru líka háð því hver styrktarhlutföllin eru milli verkalýðshreyfingarinnar og auðmagnsins, hve sterk samtök verkamanna eru og hve mildu af framleiðsluágóðanum þeim tekst að veita í vasa vinnandi manna. íslenzkir verkamenn vita að þeir geta ekki búizt við sömu launum og amerískir iðnverkamenn hafa einfaldlega sakir þess að amerískur verkamaður framleiðir miklu meira en sá íslenzki. En íslenzkir verkamenn vita lika, að þeirra eigin kjör hreytast ekki að sama skapi og íslenzk þjóðarframleiðsla vex; þeir þekkja mætavel tímabil þegar raunverulegt kaup lækkar þrátt fyrir framfarir og framleiðsluaukningu. Þess vegna eru verk- föll eðlileg í kapítalístísku þjóðfélagi: verkamenn hafa ekki í önnur hús að venda til að hafa áhrif á lífskjör sín. I sósíalistísku þjóðfélagi skapast önnur viðhorf. Þar breytast kjör verkamanna til batnaðar eftir því sem framleiðslan vex — þetta er ekki fræðikenning, þetta er lögmál sem reynsla sósíalistísks þjóðfélags hefur þegar staðfest. Það er einmitt þess vegna sem verkalýðsfélög í sósíalistískum löndum hafa afskipti af sjálfri fram- leiðslunni: sú er öruggust leið til að hafa áhrif á batnandi afkomu almennings. Auðvitað er þar með ekki sagt að öll vandamál kaups og kjara leysist þannig sjálfkrafa. Nei, í sósíalistísku þjóðfélagi búa menn við mismunandi launakjör og endurbætur á því launakerfi sem ríkir á hverjum tíma hljóta alltaf að vera á dagskrá — að minnsta kosti þar til allsnægtum er náð. Að þessum málum verður vikið síðar. En þelta haggar ekki þeirri staðreynd að lífskjör al- mennings eru svo órjúfanlega tengd framförum í hiuni sósíalistísku framleiðslu, að verkalýðsfélög hljóta að láta þessi mál til sín taka. Nefnum dæmi: sjöáraáætlun Sovétríkjanna gerir ráð fyrir mikilli framleiðsluaukningu, — og hún gerir b'ka ráð fyrir því að vinnu- laun aukist um 26% (Iaun þeirra tekjuminnslu um 70—80%) og raunverulegar tekjur almennings vaxi um 40% á tímabilinu. í hverju eru þá þessi afskipti af ftamleiðslunni fólgin? Verkalýðsfélögin taka ])átt í samningu framleiðsluáætlana, bæði aætlana fyrir allt landið og einstök svæði, einstök fyrirtæki. Þau

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.