Réttur


Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 17

Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 17
R E T T U R 129 mælin náðu hámarki í fjölmennum fundi á Trafalgar torgi. Ég hlustaði á Kollontay og minnist þess enn hversu rödd hennar var falleg og hljómmikil og bergmálaði í tæru loftinu. Alexandra ]ét sig aldrei vanta þar sem barizt var gegn óréttlæti og kúgun .... Ég hugsaði þá: „HvíHkur óhemjumikill og ólgandi lífskraftur býr í þessari litlu og yndislegu konu!“ Atta ár liðu, erfiðir og miklir tímar. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Byltingin mikla hafði brotizt út í Rússlandi og Sovétríkin komin til sögunnar. Sigraðir voru gagnbyltingar- og innrásarherir. Hin nýja sósíalistíska sovétstjórn festi sig brátt í sessi á sjötta hluta jarðar- innar. Orlög einstaklinga taka ævintýralegum breytingum í hringiðu slíkra stórkostlegra viðburða. Það átti ekki hvað sízt við um Alex- öndru KoIIontay. í fyrri heimsstyrjöldinni tók hún afstöðu með Lenin, bjó þá í Danmörku og Noregi og hafði náið samstarf við Lenin. Tvisvar fór hún til Bandaríkjanna og kynnti þá af miklum dugnaði sjónar- mið Lenins meðal amerískra sósíalista. í marz 1917 fór hún íil Rússlands, var kosin í framkvæmdanefnd Pétursborgarráðsins og síðan í miðstjórn bolsévikaflokksins. Eftir byltinguna tók hún sæti í fyrstu sovétríkisstjórninni og var komissar félagsmála. Á tíma borgarastríðsins vann hún á vígstöðvunum í Donhéruðunum, í Kharkov og á Krím. Síðan varð hún komissar upplýsinga og út- breiðslustarfs. Eftir borgarastríðið fór hún til Moskvu. varð með- limur Alrússnesku jniðframkvæmdanefndarinnar og starfaði í mið- stjórn kommúnistaflokksins. Alexandra Kollontay kynnlist bæði framförum og andbyri, kvíða og áhyggjum, mistökum og svikum öll þessi ár •— hún lét sig hvergi vanta. En alltaf og alls staðar var Ijómi byltingarinnar sérstaklega bjartur um þessa miklu konu. Við sáumst ekki í mörg ár, en ég heyrði alls staðar mikið um hana talað. Haustið 1922 hitti ég liana allsendis óvænt á biðstofu utanríkisráðherra Maxims Litvinovs. Eg veitti þá forstöðu frétta- deild utanríkisráðuneytisins. Þegar ég kom auga á Alexöndru .gat ég ekki orða bundizt: -—- Hvað eruð þér að gera hér? — Hvað ég er að gera hér? svaraði KoIIontay. Eg er komin til þess að fá fyrirmæli. Ég er á leið til Noregs sem stjórnarfulltrúi (diplomat).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.