Réttur - 01.06.1962, Blaðsíða 39
PIERRE VILLON:
O.A.S.-fasisminn og de Gaulle
Hinn 13. maí.
1 maí 1958 studdi einokunarauðvaldið í heild sinni landbúnaðar-
auðvaldið í Alsír í viðleitni þess að koma á einræðisstjórn. Sam-
særið 13. maí var sameiginlegt verk allmargra ílokksbrota og neðan-
jarðarhreyfinga, sem hlýddu ekki öll sömu foringjunum og voru
ekki á einu máli um hvert stefna skyldi.
Við þetta vakna tvær spurningar. í fyrsta lagi: Hvers vegna varð
gaullistaklíkan ofan á og ekki einhver önnur? Svarið liggur í aug-
um uppi: Enginn annar en de Gaulle var fær um að blekkja og af-
vopna almenning nógu rækilega vegna hlutverksins, sem hann hafði
leikið í stríðinu, hlutverks, sem hafði verið aukið og fegrað af læ-
vísum áróðri, svo borgarastéttin gæti gripið til hans ef í nauðir
ræki, eins og Pétains eftir 1918.
í öðru lagi: Hvers vegna kaus horgarastéttin fremur að koma á
persónuvaldi með de Gaulle en ódulbúnum fasisma? Þessi spurning
skiptir miklu móli, ef menn vilja skilja ástandið eins og það er í
dag.
Það er samt staðreynd, að þá voru til þau öfl, sem voru reiðu-
búin að koma á einræði með vopnavaldi: vissar sveitir hersins, liðs-
foringjarnir, sem voru að meirihluta fjandsamlegir lýðveldinu, veru-
legur hluti lögreglunnar, sem hafði ygglt sig fyrir frarnan þinghúsið
13. maí, gaullistasamtökin og önnur samsærisfélög, en sum þeirra
voru komin í beinan ættlegg frá nazislahreyfingunum á stríðsárun-
um.
Mikill hluti miðstéttanna og jafnvel partur af verkalýðnum var
ráðvilltur eftir vonbrigðin, er sigldu í kjölfar kosninganna 1956.
En sá hængur var á þessari lausn, að hún hefði getað leitt til sam-
fylkingar allra lýðveldissinna — í trássi við Guy Mollet — og horg-
arastyrjaldar, sem hefði getað snúizt stórborgarastéttinni í óhag,
áður en lyki.
Með því hins vegar að hjóða „gömlu mönnunum“ ráðherra-