Réttur


Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 27

Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 27
R É T T U R 235 „Rétti“. Þar vitnar hann ekki aðeins til Henry George, sem liann þó fyrst og fremst er að kynna, heldur koma bæði Keir Hardie, brezki verkamannaforinginn, og Karl Marx þar við sögu. — Náið samband við Georgeistana í Danmörku var þá þegar komið á. Þeir höfðu sem kunnugt er, einnig frá 1904 gefið út timar.it, sem hét „Ret“ og stofnuðu síðar flokk, er kenndi sig við það og fylgdi Georgeismanum. En þegar rannsakaður er sá jarðvegur, er „Réttur“ reis upp af, má ekki gleyma einni stofnun og það er Bókasafn Þingeyinga. Og rætur þeirrar frjósömu stofnunar lágu djúpt:*) 14. des. 1888 höfðu 14 menn, allir fyrrverandi foryslumenn Þjóðliðsins frá 1884, komið saman að Einarsstöðum í Reykjadal og stofnað leynileg samtök: O. S. & F. (Ofeigur í Skörðum og félagar) til að „efla samtök og samvinnu þeirra yngri manna í héraðinu, sem fylgja vilja frjáls- legri framsóknarstefnu í félagsmálum og menntamálum, eyða ldeypidómum og sérgæðingshælti, en efla sanna menntun og menn- ingu, mannúð, samhjálp og samvizkusem.i.“ Kom þeim saman um „að ganga í heimulegt samband til þess að framfylgja sameiginleg- um skoðunum sínum og hagsmunamálum og efla og mennta sjálfa sig til þess ætlunarverks með því að temja sér fundahöld, lestur góðra bóka, ástunda ritstörf og reglusemi og árvekni í starfi og stöðu.“ Þessi félagsskapur starfaði til 1903. Boðendur fundarins 1888 voru Benedikt á Auðnum, þá 42 ára, Pétur Jónsson á Gaut- löndum, þá þrítugur (þingmaður S.-Þingey.inga 1894—1921, ráð- berra 1920) og Jón Jónsson þá á Reykjum, síðar kenndur við Múla, jjá 33 ára (sat á þingi flest árin milli 1886 og 1912, er hann dó). Benedikt á Auðnum barðist frá upphafi fyrir jjví að félagsmenn útveguðu sér erlendar bækur um félagsmál til lesturs og var slíkt lestrarfélag stofnað 10. april 1889 af 11 manns. 1894 urðu bæk- urnar vísir að alþýðubókasafni og 1905 var á sýslufundi tekin ákvörðun um stofnun sýslubókasafns að undirlagi Benedikts og Péturs, er bókasafn lestrarfélagsins rynni í. Það vor flulti Benedikt alfarinn til Húsavíkur og gerði nú bókasafn S.-Þingeyinga að arin- eldi félagshyggjunnar í þeirri sýslu og víðar, allt til andláts síns 1939, 50 árum eftir að lestrarfélagið var stofnað. í þessu safni voru samankomnar einhverjar róttækustu bækur um félagsmál, sem til voru á lslandi á fyrstu áratugum aldarinnar. Grein *) Heimild: Þórir Friðgeirsson liókavörður: Bókasafn S.-Þingeyinga. Reykja- vík 1961.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.