Réttur


Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 32

Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 32
240 RÉTTUR maSurinn, Jónas frá Hriflu, haldið tengslunum viS þá víðsýni og visku, er þá einkenndi „Rétt,“ þá hefð.i margt orðið öðruvísi í ís- lenzkri sögu á 20. öld. Vaxtarbroddur íslenzkrar bændastéttar stóð á þessu ári þjóðfélagslega séð í hugsjónadýrð morgunroðans. Enn var samvinna og samhjálp hin mikla hugsjón: úrlausn á þjóðfélags- vandamálinu. Framundan var valdaskeiðið: — aldarfjórðungs rík- isstjórnarþátttaka Framsóknarflokksins, stórfengleg uppbygging fjármálabákns Sambandsins, — skipulagning þess valdakerfis, sem drottnaði yfir íslandi um skeið. Og það reyndist þeim forystu- mönnum, er Framsókn og samvinnuhreyfingin kaus sér á því skeiði, jafn erfitt sem ýmsum öðrum að samræma hugsjón og völd. A því 100 ára afmæli verzlunarfrelsisins 1955, sem brautryðjendur hug- sjónarinnar vonuðu að sæi Island sameinað um samvinnuhug- sjónina, hafandi útrýmt arðráni og spillingu verzlunarauðvalds- ,ins, — þá stóðu Samband ísl. samvinnufélaga og Framsóknarflokk- urinn i helmingaskipta-ríkisstjórn með Reykjavíkurauðvaldinu en í hatramri baráttu við verkalýð landsins, til þess að reyna að við- halda arðráni gerspillts auðvalds — og töpuðu. Og víkjum þá stuttlega að þeim mönnum, er stofnuðu „Rétt“ og voru í fyrstu ritnefnd hans. ÞÓRÓLFUR SIGURÐSSON var í senn aðalútgefandi, ábyrgðar- maður og í ritnefnd. Þórólfur var fæddur 6. maí 1886. Foreldrar hans voru þau hjón- in Solveig Guðrún Pétursdóttir, Jónssonar Þorsteinssonar í Reykja- hlíð (Reykjahlíðarættin) og Sigurður Jónsson, Illugasonar Hall- grímssonar. Það var sterk kjölfesta í þessum ættum Mývetninga, er að honum stóðu. Þórólfur útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1909 og er áður getið um nokkra skólafélaga hans þá. I des. 1914 fór Þórólfur fótgangandi til Reykjavíkur. Hafði hann þar mikil sambönd við ýmsa forkólfa félagslegra hreyfinga svo sem Jónas frá Hriflu og fleiri. Hann bjó þá um skeið hjá Guðrúnu, ekkju Þorsteins Erlingssonar og hefur þá líklega fengið ræðu Þor- steins um „Verkamannasamtökin“ til birtingar, því Guðrún hvetur hann í bréfi til að birta líka ýmislegt úr vasabókum Þorsteins. Þórólfur hefur á árunum 1915 og 1916 mikil samskipti við ýmsa þá menn, sem áttu eftir að verða íorystumenn verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingarinnar. M. a. er til bréf, sem Ólafur Friðriksson skrifar honum 1915 frá Akureyri um áform sín. (Síðar vonast Réttur til að geta birt merkileg skjöl, er þeirra fóru á milli). Var Þórólfur þegar á þessum tíma með beztu foringjaefnum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.