Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 36

Réttur - 01.11.1965, Side 36
244 RETT UR Þórólfur er í miðstjórn Framsóknarflokksins og er raunverulegur ritstjóri Tímans, meðan Tryggvi Þórhallsson sem ritstjórinn situr á Alþingi. Allt þetta dregur eðlilega krafta Þórólfs frá Rétti, er fram í sæk- ir, og svo bætast aðrir, líka fjárhagslegir, erfiðleikar ofan á, sem ei skulu raktir hér. En vonandi tekst bráðlega að fá r.itaða fyrir Rétt góða frásögn af þessum merka brauðryðjanda. Þórólfur var harðgert hraustmenni, stór í huga og stoltur í gerð. Hann bjó að Baldursheimi til æfiloka, en hann dó 14. júní 1940. Kona hans var Hólmfríður Hemmert og áttu þau einn son, Sigurð, er nú býr í Kópavogi. Hefur hann góðfúslega veitt okkur aðgang að mörgum skjölum og myndum, er hann varðveitir eftir föður sinn. Starfið að „Rétti“ stóð og féll með Þórólfi, þótt aðr.ir legðu þar gjörfa hönd á plóginn til að byrja með. Skal nú hinna ritnefndar- mannanna stuttlega getið: BENEDIKT JÓNSSON ó Auðnum var fæddur 28. jan. 1846 og var því langelstur þeirra „Réttar“-manna, orðinn sjötugur, er ,.Réttur“ hóf göngu sína, en jafn ungur í anda og hinir. Víðsýni hans var alla ævi slík að af bar. Á sögu hans í sambandi við Bóka- safn Þingeyinga er þegar minnst hér. En mikið vantar enn á að ævistarf þessa manns hafi verið metið sem skyldi. Benedikt andaðist 1. febr. 1938, 92 ára að aldri. Benedikt á Auðnum mun líklega hafa verið mestur félagsfræði- legur hugsuður á alþjóðavísu af þeim brautryðjendum Réttar. Þekk- ing hans á þjóðfélagslegum vandamálum samtímans var alveg óvenjuleg. Það var sem bókasafnið á Húsavík, sem hann hafði byggt upp, yrði honum sú Hliðskjálf, hvaðan hann sæi um heima alla, til þess að kryfja til mergjar þau mannfélags-vandamól, er þjóðirnar yrðu að glíma v.ið að leysa. Og hann sá að sú lausn var að almenn- ingur beitti úrræðum samhjálpar og samvinnu til þess að afnema skipulag forréttindanna, er eign auðsins skapar. „Það er ekki til neins fyrir okkur að neita því, að við erum sósialistar,“ segir Bene- dikt i bréfi til Sigurðar í Yztafelli.*) JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu þarf ekki að kynna. Hann er sá stjórnmálamaöur, er setur mestan svip sinn ó aldarfjórðungsskeið í íslenzkri stjórnmólasögu, á árunum 1916—’41. Hann var 31 árs, *) Tilvitnun í bók Jóns Sigurðssonar um föður sinn Sigurð í Yztafelli, sem nú er nýkomin út og hefur mikinn fróðleik að geyma um marga þá menn, er koma við sögu Réttar og þeirrar þjóðfélagshreyfingar, er skóp hann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.