Réttur


Réttur - 01.11.1965, Page 68

Réttur - 01.11.1965, Page 68
276 RÉTTUR Ár.ið 1920 var Galiacher sendur til Moskvu sem fulltrúi verka- mannasamtaka í iðnaðinum. Átti hann þá mikla fundi með Lenin og gerðist Gallacher þá stuðningsmaður þess að stofna Kommún- istaflokk Bretlands og var það gert 1920. Árið 1921 var Gallacher kominn í miðstjórn flokksins og var formaður hans frá 1943 til 1963 að hann sagði af sér. í allri þeirri hetjulegu baráttu, sem sá flokkur hefur háð, jafnt fyrir hagsmunum brezka verkalýðsins sem fyrir frelsi þeirra nýlenduþjóða, sem brezka auðvaldið hefur kúgað, var Gallacher jafnan í fremstu röð, jafn hugrakkur til baráttunnar sem gamansamur á skozka vísu, er honum þótti það við eiga. Árið i.935 var Gallacher kosinn á þing fyrir Kommúnistaflokkinn í West Fife-kjördæmi í Skotlandi og var það í 15 ár til 1950. Hann var jafnt í þinginu sem utan þings hinn öruggi málsvari verkalýðs- hreyfingarinnar og hinn skeleggi bardagamaður gegn fasisma Hitl- ers og tilslökunum brezka auðvaldsins við hann. Þegar Chamberlain gerði Miinchen-samninginn alræmda við Hitler í september 1938, orðaði Gallacher afstöðu Kommúnistaflokksins í þinginu með þess- um orðum: „Enginn óskar friðar heitar en ég og flokkur minn, en friðar, sem byggist á frelsi og lýðræði en ekki á sundurlimun og eyðileggingu smáríkis. Ég mótmæli því að Tékkóslóvakíu sé fórnað.“ Gallacher hélt áfram baráttu allt til dauðadags. Konu sína missti hann fyrir nokkrum árum, en báðir synir hans voru í brezka hern- um og týndu lífinu í hildarleik heimsstyrjaldarinnar síðari. * Ég kynntist Gallacher fyrst persónulega 1941 og bar það til með sérstökum hætti. Þegar við félagarnir þrír, Sigfús, Sigurður og ég, sátum í varð- haldi Breta í „Royal Patriotic School" í London, var komið þangað með Bandaríkjamann einn í byrjun júnímánaðar. Hét hann Cozar og var starfsmaður bandarísku sjómannasamtakanna (National Maritime Union). Hann var af Indíánakyni, harðgert hraustmenni svo sem hann átti kyn til. Ég komst brátt í kunningsskap við hann og fékk hjá honum hið leynilega heimilisfang brezka Kommúnista- flokksins, sem þá átti erfiða aðstöðu og ekki föngum fært að hafa opinbert samband við hann.*) *) Cozar, — ég vona ég muni nafnið rétt, — dó 1942, fórst með einu af skipum þeim, er þá sigldu frá Bandaríkjtinum til Murmansk, og las ég um liann ágæta minningargrein í „New Masses“, tímariti amerísktt kommúnistanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.