Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 74

Réttur - 01.11.1965, Side 74
LOFTUR GUTTORMSSON: Firring mannsins í þjóðfélagi nútímans Þótt íslenzkt borgaraþjóðfélag sé skainmt á veg koinið og ungt að árum munu flestir Reykvíkingar a. m. k. finna til þess í daglegu lífi hversu fjölmenni borgarinnar breytir eðli þeirra samskipta sem þeir eiga hver við annan, miðað við þau félagslegu tengsl er þróast í sveitum á Islandi. Eldri sveitamenn sem ólust upp á fjölmennum heimilum um eða uppúr siðustu aldamótum kunna að sakna marg- mennisins og finna þar af leiðandi til einmanakenndar og einangr- unar. Fyrir þeim er spakmæli Hávamála: „Maður er manns gaman“ lifandi og áþreifanlegur sannleikur. Þeir taka því fegins hendi v.ið hverjum þeim aðkomumanni sem ber að garði til að samneyta þeim í ræðu og skoðanaskiptum. Einmanakennd þeirra sem einkum gætir á hinum löngu vetrarkvöldum er sprottin af vöntun á mann- legu samneyti. Einangrun borgarbúans er hins vegar af allt öðrum toga spunnin í flestum tilvikum. Borgarbúinn getur fundið til ein- manakenndar mitt í ólgandi mannhafinu; það mætti jafnvel segja að einangrun hans standi í réttu hlutfalli við fjölmennið. Hún er tiltölulega nýtt fyrirbæri, afsprengi borgarmenningarinnar sem reis í kjölfar iðnbyltingar nútimans. Eins og fyrr segir er íslenzk borgarmenning svo nýtilkomin að þetta nýja fyrirbæri er enn á frumstigi. Mannleg samskipti hafa hér enn á sér tiltölulega persónulegan svip, og þeir eru fáir sem finna sig algerlega eina í fjölmenninu. En við Islendingar þurfum ekki annað en hafa dvalizt nokkurn tíma í einhverri af stórborgum Vest- urlanda til að komast að raun um að veruleiki mannsins er þar allur annar. Við skiljum þá að það sem við kunnum að hafa lesið um bölsýni nútímamannsins, örvæntingu hans andspænis ofurvaldi tækn- innar, vanmáttarkennd hans gagnvart þjóðfélagsöfluin og stofnun-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.