Réttur


Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 116

Réttur - 01.11.1965, Blaðsíða 116
324 RÉTTUR hann gæti skilið. Þetta stafaði af vanmati á sögulegu hlutverki al- þýðunnar. „Múglist“ persónudýrkunartímans var sljóvgarrdi, skap- aði „múgsál“ og lamaði heilbrigða gagnrýni, en án hennar getur sósíalisminn ekki náð þroska. Þótt það kunni að hljóma fjarstæðu- kennt, þá var þetta menning fyrir „útvalda,“ gerð til að rækta þá grillu með þjóðinni að fólkið það væru skriffinnarnir eða bók- menntafræð.ingar sem höfðu oftast lítið saman að sælda við sjálft lífið og vandamál þess, en höfðu í þess stað á reiðum höndum skapalón, formúlur og resept í hverju einasta tilviki. Því var það að þegar flokkurinn lagði áherzlu á það sem eitt veigamesta verk- efnið að þroska sósíalískt lýðræði, gerði hann ráðstafanir til að kanna raunverulegt viðhorf almennings og koma á óformlegri einingu sem byggðist á framfarasinnuðum öflum í þjóðlífinu. Meðan ekki er búið að yfirvinna misræmi menntunarstigs og félagslega skapandi starfs, meðan enn er víða v.ið líði smekkur hins liðna, hljóta að gera vart við sig ýmsar mótsetningarnar um skilning á list. Mismunandi hópar í þjóðfélaginu hafa ólíkt mat á list. Ahugi er einnig töluvert misjafn eftir aldursflokkum, hvort nemendur eru í háskólum eða iðnskólum o. s. frv. Kröfur mótast af þátttöku í framleiðslu og félagslífi og menntunarstig mótar á- hugamál manna, einnig í frítímum þeirra. Þjóðfélagsvitundin er fléttuð mörgum þáttum, virkum og óvirkum. Krafan um að skr.ifa svo allir skilji þýðir oftast í raun og veru við þessar aðstæður, að höfundar undirgangist smekk miðl- ungsmennskunnar eða vanþroskans, aðlagi sig lágmarkskröfunum. í umræðum um þessi mál hefur komið í ljós að miðlungs- mennskusjónarmiðið á ennþá formælendur í voru landi. „Sönn list á að vera skiljanleg hverjum meðalmanni. Ef hann skilur ekki eitt- hvert listaverk þá ber að saka verkið, eða öllu heldur höfundinn, en ekki miðlungsmanninn.“ Og enn ákveðnar: „Allt sem ætlað er almenningi verður að miðast við meðallag.“ Þar með er neitað skapandi hlutverki listamannsins og rétti hans til að leita inn á nýjar slóðir. Listin er dæmd til tómlætis, stefnt til afturhalds og dreginn kraftur úr framsókn sósíalismans. Þetta viðhorf er einkum hættulegt nú, vegna þess að það skýtur upp kollinum á mörgum öðrum sviðum í félags- og efnahagslífinu — sem menningarleg meðalmennska, hik við að taka á sig áhættur eða hefja leit að nýj- ungum. Þetta er í andstöðu við stefnu flokks vors um leit að nýjum leiðum til lausnar flóknum og aðkallandi vandamálum á þroska- braut sósíalísks þjóðfélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.