Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 67

Réttur - 01.07.1930, Page 67
Rjettur] BYLTINGARHREYFINGIN I ICÍNA 2Ö3 hafa kynst honum. Kristindómurinn hefir verið notað- ur til þess að brjóta auðvaldinu brautina inn í Kína. Kristindómurinn og auðvaldið hafa riðið sömu dróg- inni inn í Kína, kristin trú hefir verið þæg þei’na auð- valdsins í böðulsverkum þess í landinu. Þessvegna er það skylda ails hins stjettvísa lýðs að vinna á móti kristniboðsstarfseminni í Kína, því að hún er ekkert annað en umboðsstarf auðvaldsins, hún er nýtt opium fyrir hinn vinnandi lýð í landinu. En hverjir eru þessir kínversku »bófaflokkar«, sem jeg gat um áðan og hversvegna eru kommúnistarnir nefndir í sambandi við þá? Það eru kínverskir verka- menn og bændur, sem eru að berjast fyrir frelsun stjettar sinnar undan ánauðaroki erlendra og inn- lendra ræningja. Þessir menn kallast »bófar« á máli borgaranna, þeir eru mældir á sama mælikvarða og ó- breyttir stigamenn og ræningjar. En bak við sögurnar um gripdeildir þeirra og rán sjest frelsisbarátta hinn- ar vinnandi alþýðu Kína, sem hefir enn á ný risið upp til þess að sækja frelsi sitt og sjálfstæði í hendur hins brynvarða alheimsauðvalds. Alþýðan kínverska berst nú upp á líf og dauða, hungruð og klæðlaus og lítt búin vopnum, við eitt hið magnaðasta afturhald, er menn þekkja — hershöfðingjaklíkurnar kínversku, sem eru leigðir þrælar stói’veldanna, er halda landinu sundruðu til þess að geta því betur komið ár sinni fyrir borð og haldið lýðnum í efnalegri og pólitískri áþján. Baráttan, sem þessir »bófar« heyja, er sama baráttafl og allar kúgaðar stjettir standa í: stjettabarátta gegn imperial- isma og auðvaldi um heim allan. Yfirgangtir auövaldsins og frelsisbŒrátta kinverskrar alþýöu. Frá því um miðja 19. öld hefir ekki lint árásum auð- valdsins inn í Kína. Hið hákristilega Bretland reið þar fýrst á vaðið með hinu illræmda »ópíumstríði« laust 19*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.