Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 26

Réttur - 01.10.1977, Page 26
látið sig gerast. Nú er 10. júlí. Bréfið fer í póst á morgun. Ég er að lesa ádeiluskrif Kínverja á pólitík Rússa. Þeir eru skarpir í hugsun, Kínamennirnir, og hárbeittir í rökvís inni, bera af Rússunum mínum. Og hvernig ætti annað að vera? Þetta er elsta bókagerðarþjóð í heimi. Um undirstöð- ur röksemdaleiðslunnar tel ég mig ekki færan að dæma, en margt verkjar þar sennilega. Enn hefur bréfið tekið sér langa og af- slappandi hvíld. í dag er 10. nóvember. Ég og mín elskaða eiginkona erum búin að vera á tveggja mánaða ferðalagi til Kaupmannahafnar, Vínarborgar, Búda- jjest, Beograð og Soffíu, hvar við tókum þátt í alþjóðaþingi esperantista, hátt á ljórða þúsund manns úr fjölda landa og allir gátu talað saman sem á sínu móður- máli. Þá hefur maður ekki sérlega háar hugmyndir um ræfils diplomatana, sem standa í því að flytja hugmyndir sínar á hriflingabjörgum af einu málinu á ann- að. Allt sýndist vera í góðum uppgangi í Búdapest og Soffíu, en í Beograð virtist lífið þægilega hægfara. Hitar vorn miklir og lognin endalaust. Þó rammaði mig lítil vindstroka á stræti einu í Beograð. Þá kvað höfundur þessa bréfs: Hér atidar blíður blœr blessandi d móti oss. Mér er hann mjög svo kœr, mitt er hann dýrsta hnoss, jtegar að sólin sœl svíður mitt veika hism! Bágt gengur i Beograð að byggja upp kommúnism! Á útleit rölti ég góða stund á hafnar- bakkanum í Leith, eftir að hafa étið fína máltíð með sósum út á um borð í Gull- fossi. Á því rápi upp hófst andi minn til mikils viðbjóðs á sósum. Þá kvað hann: Sósurnar streyma sunnan að. Sósurnar tritla norðan að. Sósurnar labba austan að. Sósurnar œrslast, vestan að. Sósurnar brjótast utan að. Sósurnar bulla’ upp innan að. Sósurnar falla ofan að. Sósurnar smjúga neðan að. Sósurnar œxlast alls staðar, allri mannkind til bölvunar, öllum um stund til ununar, öllum pó loks til þjáningar. Tak frá mér, Guð, allt sósusull, seyddar steikur og pvilikt drull! Gefðu mér á minn grœna disk grautarsleikju og úldinn fisk. Nú mun það póstast. Þ. Þ. 4. 9. 1964. — Enn helur bréfið tekið sér blund í skúffunni. Ég skrapp austur á Fljótsdalshérað í júnímánuði. Spurðist fyrir um orminn í Lagarfljóti. Sást síðast rétt fyrir mánaðar- mótin júní og júlí 1963. Áhorfendur Sig- urður Blöndal skógarvörður á Hallorms- stað, háskólalærður náttúrufræðingur, efnishyggjumaður og kommúnisti, og Þórný Eriðriksdóttir kennari á Hallorms stað, gift Hrafni Sveinbjarnarsyni komm- únista. Nú skal jrað póstast. Þ. Þ. 234

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.