Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 27

Réttur - 01.10.1977, Page 27
EINAR OLGEIKSSON: ÁFORM UM AÐ STEl.A EIGUM ÞJÓÐARINNAR — hvernig einkaframtakið ætlar að stela ríkisfyrirtækjum Fulltrúar „einkaframtaksins“ láta málgögn sín býsnast yfir of miklu ríkisbákni. Boð- skapurinn er að ríkið eigi ekki að keppa við einkaframtakið. Afturhaldsstjórnin skip- ar nefnd til að kanna á hvern hátt draga megi úr umsvifum hins opinbera. ■ eftirfarandi grein er rakinn „þjófnaðarbálkur“ braskaranna á þessari öld, hvern- '9 reynt var að stela ríkisverksmiðjum og bönkum og loks bent á, að „á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela“. Aðvörun til þjóðarinnar vegna yfirvofandi hættu á stórþjófnaði á eigum hennar Eitt höfuðeinkenni á braskarastétt auðvaldsskipulagsins er ofsafengin ásókn 1 auðfengnar eignir annarra - og er þá venjulega ekki hirt um heiðarleika í að- ferðunum. bað er m. a. s. orðið auðvelt að stela drjúgt í skjóli laga, þegar sú stétt er stela vill hefur völdin. Islenskir braskarar hafa undanfarna áratugi komist upp á lagið með að safna eignum á auðveldan liátt án þess að vinna fyrir þeim. Þeir láta ríkisbankana lána sér miljónalán til þess að kaupa sér tæki og korna sér upp verksmiðjum hvers konar, láta jafnvel ríkissjóð ábyrgj- ast fyrir sig lán allt upp í 100%. Síðan láta þeir iiokka sína á Alþingi eða í rík- isstjórn lækka krónuna - og þar með lán- in - í verðgildi (t. d. hækka dollarann úr 6,50 árið 1949 í 253 kr. 1978), en hækka 235

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.