Réttur


Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 35

Réttur - 01.10.1977, Blaðsíða 35
leikinn og reikaði, mátti vart mæla. „Þeir tóku Knud í morgun" stundi hann upp. Ég fékk samt ekki að fara heim fyrr en eftir tíu daga, flýtti mér þá heim, til að sækja föt handa Knud, því ég hafði heyrt að það ætti að flytja hann burt. Það var ægilegt að sjá hann aftur. Þeir höfðu slitið burt stórar flyksur úr svarta, þétta hárihu hans. Hann var allur blóð- ugur. Samt var hann að hughreysta mig, þetta hefði ekki verið svo bölvað. Hann sagði mér aldrei hve slæmt það í rauninni hafði verið. En hermaður gat hann ekki orðið: þeir höfðu sparkað svo í hann að nýrun voru stórskemmd. Nú lítur hann út fyrir að vera frískur, en ég veit ekki hvort hann er það í raun og veru“. Þetta sagði móðir hans hálfu ári áður en hann dó. Um haustið fóru alvarleg veikindi að gera vart við sig. Knútur taldi sjálfur að þau stöfuðu frá skemmdum þeim í höfði og annars staðar, er spörk nasistanna ollu, er hann lá á gólfinu. Þegar Knud tók við forustu flokksins var hættan á algerri, langvarandi einangr- un flokksins mjög mikil, — eins og grein, sem er í „Víðsjá sýnir. Var það ekki síst Knud að þakka að flokkurinn loks 1973 fékk aftur fulltrúa á landsþingi Dana eft- ir að hafa engan átt þar í meir en áratug. Jafnvel dönsku borgarablöðin viður- kenndu vinsældir hans og dugnað í bar- áttunni. „Knud Jespersen startede som en katastrope, endte som folkekær komm- unist“ sagði B. T. í fyrirsögninni um and- lát hans. Knud bjóst sjálfur við dauða sínum áður en hann næði háum aldri. í nóvem- ber 1958 lýsti hann því í „Land og Folk“ hvernig nasistarnir hefðu náð sér 27. mars 1945, mánuði eftir að Jrau mæðgin- in höfðu fengið að vita að faðir hans hefði látist í fangabúðunum í Neúen- gamme. Rannsóknin á ríkisspítalanum eftir að Danmörk varð lrjáls, leiddi í ljós hvernig pyntingarnar höfðu stórskemmt bæði maga hans og hjarta. En Jrað tók samt 32 ár fyrir Gestapo að drepa Jrenn- an hugrakka, fórnfúsa kommúnista. Knud var baráttumaður góður, alþýð- legur mjög í allri framkomu sinni, ræðu- maður snjall og var hann einnig vinsæll og mikils metinn meðal andstæðinga sinna á þingi. Karl Skytte, Jringforseti, sagði m. a. um hann í stuttri kveðjuræðu í {>ing- inu: „Við kynntumst Knud Jespersen sem einhverjum duglegasta ræðumanni Jringsins og jafnframt sem lirífandi, vin- gjarnlegum manni, sem naut vinsælda einnig meðal algerra andstæðinga. Fráfall hans eftir aðeins fjögurra ára J>ingsetu, er mikill missir eigi aðeins fyrir flokk lians, heldur og allt Jringið, J>ar sem hann hafði áunnið sér virðingu allra“. Jörgen Jensen 58 ára, sem er J>ing- maður og formaður sambands bifvéla- virkja, verður eftirmaður hans sem for- maður flokksins. Þeir kveðja nú fleiri og fleiri af fé- lögunum, jafnt innanlands sem utan, sem háð hafa baráttuna, meðan hún var hörð- ust og hættulegust. Knud Jespersen var einn af þeim, sem allt frá unga aldri höfðu helgað barátt- unni fyrir sósíalismanum líf sitt, reiðu- búinn einnig að fórna öllu, lífinu líka, fyrir hugsjón sósíalismans. Því er hans saknað og verður æ minnst af þeirn félög- um innanlands og utan, sem kynntust honum og þekktu hann best. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.