Réttur


Réttur - 01.10.1977, Side 46

Réttur - 01.10.1977, Side 46
hin alþjóðlega verkalýðshreyfing klofnað í andstæða arma, annars vegar stóðu sósíaldemókratar í „Öðru alþjóðasam- bandinu" er lögðu endurskoðunarstefn- una (revisjonismann) til grundvallar stefnu sinni; en hins vegar voru komm- únistar er stofnuðu Komintern-Aljrjóða- samband kommúnista með aðsetri í Moskvu en Jrað grundvallaði stefnu sína á byltingarkenningu kommúnista eins og hún birtist í ritum Marx/Engels og Leníns. Sósíaldemókratar í Skandínavíu aðhylltust er hér var komið sögu revi- sjonismann. Er leiðtogar Aljrýðuflokks- ins íslenska stóðu frammi fyrir hug- myndafræðilegum ágreiningi í flokki sín- um eftir 1920, Jrá gripu Jieir í fræðilegri fátækt sinni til endurskoðunarstefnunn- ar eins og hún var í Danmörku Jrá, en fyrir var engin byltingarsinnuð stefna verkalýðsflokks er þyrfti að endurskoða hér á landi. Því reyndist endurskoðunar- stefnan vera innflutt vörn krataforyst- unnar, fræðileg vörn Jreirra gegn lierská- um og ungum byltingarsinnuðum komm- únistum, sem hófu að starfa í jafnaðar- mannafélögunum um 1920.24 C. Þróun vinstri-andstöðu í Alþýðuflokknum: Árið 1917 var stofnað Jafnaðarmanna- félag í Reykjavík er varð umræðufélag alþýðuflokksmanna um stjórnmál. Félag- ið fór hægt af stað en um 1920 varð starf- semi þess mjög blómleg og fjölmargir ungir menn ganga í það, en burðarásinn i félaginu var Olafur Friðriksson, Henrik Ottósson, Ottó N. Þorláksson o. fl. Það er í þessu félagi sem fyrst verður vart ágreinings milli sócíaldemókrata og bylt- ingarsinnaðra kommúnista. Var það í tengslum við för Ólafs Friðrikssonar og Ársæls Sigurðssonar á Jrriðja þing Kom- intern í Moskvu sumarið 1921. Áður höfðu þeir Brynjólfur Bjarnason og Henrik Ottósson setið annað þing Kom- intern 1920. Var ágreiningur um sendi- för Ólafs er hann kemur heim með réiss- neskan dreng. Haustið 1921 verða hörð átök „hvíta stríðið" er leiða til deilna milli Ólafs og róttækra fylgismanna hans annars vegar og ASÍ-forystunnar hins veg- ar er laut forystu Jóns Baldvinssonar. Sá ágreiningur nær hámarki er Hendrik ber fram tillögu í Jafnaðarmannafélaginu um, að Ólafur fari á fjórða Jring Komin- tern sem íulltrúi félagsins. Er tillagan samjrykkt með 00:28 og leiðir til Jress, að andstæðingar fararinnar segja sig úr fé- laginu og stofna í nóvember 1922 nýtt félag Jafnaðarmannafélag Islands.25 Er Jrarna um að ræða fyrsta klofningin inn- an ísl. verkalýðshreyfingar, en ekki þann síðasta á Jrriðja áratugnum. Vinstri armurinn hélt áfram starfinu í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur und- ir forystu Olafs Friðrikssonar, en er kemur fram til 1924 fer að gæta vaxandi ágreinings milli Ólafs og ungu kommún- istanna (t. d. Brynjólfs, Ársæls og Hendr- iks) er höfðu ásamt fleirum stofnað fé- lag ungra kommúnista 1922. En árið 1924 kemur hingað til lands norskur sendimaður frá alþjóðasambandi komm- únista, Vegheim að nafni, er skipuleggur stofnun Frœðslufélags hommúnista er starfaði frá nóv. 1924 til nóv. 1925.20 Þar er reynt að bræða saman skoðana- ágreining fyrrgreindra aðila og skipu- leggja andstiiðuna við sócialdemókratana í verkalýðsfélögunum. Þetta fræðslufélag eyddi megninu af orku sinni í innbyrðis karp um liðastarf í verkalýðsfélögum og 254

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.