Réttur


Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 1

Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 1
iffltur 61. árgangur 1978 - 3. hefti íslenska burgeisastéttin má ekki til þess hugsa að verðbólgan verði stöðvuð og lækkuð, - þessi aðalgróðalind hennar og uppspretta besta brasksins. Og hún hótar nú þegar ríkisstjórninni öllu illu, ef hún vogi sér slíkt, - en lætur svo pólitíska loddara sína á Alþingi iðka lýðskrum: heimta hærri laun til verkalýðs og alls konar umbætur: sömu herrarnir, sem frömdu kaupránið fyrir kosningar og svipta alþýðu umbótum, þegar þeir bara þora. Vinnuveitendasamband íslands hugsar sér auðsjáanlega að sýna þessari ríkisstjórn, sem alþýðan hefur kosið sér móti vilja þess, - í tvo heimana, ef hún vogi sér að eyðileggja fyrir sér verðbólguna. Þetta samband undirbýr að hóta allsherjarverkbanni, - í trausti þess að það eigi sér „fimmtu herdeild" í ríkisstjórnarherbúðunum, er leki niður af ótta við slíka hótun. Og vissir iðnrekendur eru sendir út af örkinni til að prófa mótstöðukraft- inn. - Það er vitlaust af íslenskum iðnrekendum að láta nota sig þannig, því einmitt þessi stjórn væri helst líkleg til að vinna upp íslenskan iðnað. En nú er heildsalastéttin, forustuafl burgeisastéttarinnar, einmitt að drepa ís- lenskan iðnað beinlínis eða óbeinlínis með því að gera iðnrekendur að ,,um- skiptingum", eins og álfar léku uppgjafamenn forðum, - m. ö. orðum: gera iðnrekendur sjálfa að heildsölum til að keppa við íslenskan iðnað. Það var óþarfi að láta undan síga, án þess að taka t. d. fyrst tvær verk- smiðjur leigunámi nokkurn tíma, reka þær af fullum krafti og viti, - og sannprófa verðþörfina. íslenskir kapitalistar eiga ekki að fá að gleyma því að meðan þeir vilja hafa kapítalismann, þá er hann harðstjóri, sem knýr þá í sífellu til skynsamlegri umskipulagningar atvinnureksturs síns - eða falla ella. íslensk ríkisstjórn, sem vill alþýðu vel og verðbólguna niður, á allskostar við ,,atvinnurekendur“ þessa lands, ef þeir ætla að fara að beita bolabrögð- um. Þorri íslenskra atvinnurekenda hefur annaðhvort beinlínis ríkisábyrgð eða fengið lán hjá ríkisbönkum, til atvinnurekstrar síns, - slík fyrirgreiðsla af hálfu þjóðarheildarinnar er veitt til þess að fyrirtæki séu rekin, en ekki stöðv- uð. - Og þar að auki gæti löggjafinn, ef hann sæi fram á svívirðilega mis- notkun verkbannsheimildarinnar, hæglega breytt vinnulöggjöfinni þannig,

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.