Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 2

Réttur - 01.07.1978, Page 2
að þessir herrar, „vinnuveitendurnir", sem ætla að misnota vald sitt til að steypa ríkisstjórn, sem þeir óttast að stöðvi stórþjófnaðinn, sem framinn er í skjóli verðbólgunnar, væru sviptir verkbannsheimildinni. Þessir vitlausu „riddarar hinnar frjálsu samkepni" sýna það að þeir hafa nóg fé, ef vinir þeirra, hernámsliðið útlenda, á í hlut, - þótt íslendingar fái aldrei að njóta „frjálsu samkeppninnar“ milli þeirra: „Morgunblaðið" segir 26. okt. um aðfarir „Eimskips" og „Bifrastar": „á heilu ári mun íarmgjalda- lækkun þessi spara varnarliðinu um 900 milljónir króna." Það mun í komandi stríði alþýðunnar við verðbólguna og afæturnar, sem á henni græða, reyna alvarlega á SÍS, hvoru megin sú forríka og volduga stofnun stendur. Það er vitað að kaupfélögin ýms berjast í bökkum, - svo sem smásalar, - en eign þeirra, SÍS, og dótturfélög þess, svo sem „Olíufé- lagið“, „Reginn" o. fl. safna auð í svo ríkum mæli að þau virðast vart vita hvernig eyða skuli - nema þá fjárfesta af ofurkappi. Samkvæmt skýrslu Seðlabankans rýrnar raungildi aðeins þess fjármagns, sem bankarnir ráða yfir, á árunum 1971-75 um 70 milljarða króna - og hefur stórum versnað síðan. Verðbólgan, sem veldur í senn bæði rýrnun sparifjár- ins og vinnulaunanna, er fyrst og fremst „tilfærslur“. frá sparifjáreigendum og launafólki, þarmeð sjóðum þess, aðallega til atvinnurekenda og heild- sala í landinu - og þeir herrar vilja vissulega ekki stöðva þennan straum. Ríkisstjórnin ætti að upplýsa alla þessa hluti ,svo og um erlendar eignir þessara herra erlendis, áður en hún lætur kúga sig til liðs við verðbólguna og „tilfærslunnar" í annað sinn. Verkalýðs- og starfsmannahreyfingin verður ekki síður en ríkisstjórnin að finna til ábyrgðar sinnar og skilja hvað í húfi er. Því ef þessari ríkisstjórn ekki tekst - eða hún ekki þorir - að lækka dýrtíðina á kostnað yfirstéttarinn- ar, skipulagsleysis hennar og eyðslu, - og ef verklýðshreyfingunni og banda- mönnum hennar ekki tekst að skapa aðra ríkisstjórn með róttækari meiri- hluta á Alþingi með nýjum kosningum, - þá er brautin rudd fyrir afturhaldið til að ráðast á lífskjör verkalýðsins og segja að það sé eina leiðin til að lækka dýrtíðina. Og þá yrðu ekki spöruð hin breiðu spjótin: kaupránslög og verkfallsbann - eða máske allsherjarverkbönn eða skipulagning atvinnu- leysis svo dugi. Það er því mikið í húfi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.