Réttur


Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 9

Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 9
ári. Perú getur ekki einu sinni staðið við tíunda hluta skuldbindinga sinna. Perú sótti um ný lán til IMF. Gjald- eyrissjóðurinn krafðist þess, að Perú- stjórn gerði vissar ráðstafanir, m. a. stór- hækka verð á öllum lífsnauðsynjum. Perústjórn óttaðist óeirðir, ef til þess- ara óyndisúrræða væri gripið. M. a. krafð- ist IMF uppsagnar 60.000 starfsmanna ríkisins — eða lækkun launa allra em- bættismanna um 12%, en meðallaun þeirra eru nú 31.900 ísl. kr. Þegar Perú-stjórn varð við kröfunum um vöruhækkunina, brutust óeirðirnar út. í maímánuði féllu 24 manns í slíkum átökum. En amerískir auðdrottnar eru ekki óvanir því að blóð fljóti, þegar geng- tð er að kröfum þeirra. Portúgal er annað land, þar sem al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett fram kröf ur sínar: 25% gengislækkun, bind- ingu allra launa, sérréttindi fyrir erlenda fjárfestingu o. s. frv. — Vegna þessara krafna tók krataforinginn Soares íhalds- flokkinn CDS í stjórn sína, en síðan vék forsetinn Soares frá, án ])ess að spyrja þingið og setti 9. ágúst íhaldssaman iðju- höld einn sem forsætisráðherra. Var alþjóðagjaldeyrissjóðurinn máske þarna að verki? Það er a. m. k. greinilegt, að þessi al- þjóðagjaldeyrissjóður vill ekki aðeins fáða pólitík þeirra landa, sem hann nær tökum á, heldur og hverjir stjórna. Og hér er best fyrir okkur islendinga að vera vel á verði. „Frjálsa“ verslunin er hér sem annars- staðar tálbeitan, sem alþjóðahringarnir Hota til þess að ná tökum á smærri og elnahagslega veikari þjóðum. Síðan er fólk þessara landa espað með auglýsinga- skrumi agenta hins erlenda stóriðnaðar, til þess að kaupa vörur, sem þær hvorki hafa efni á né jrörf fyrir, en drepa niður um leið þann innlenda iðnað, sem gæti tryggt fulla atvinnu í landinu, ef hann væri þróaður samkvæmt skynsamlega gerðum áætlunum. Og þegar hið erlenda auðvald væri búið að ná kverkatökunum á efnahags- lífinu, þá er ekkert „elsku mamina" leng- ur, þegar „frelsið" í innflutningnum væri búið að festa þjóðina á skuldaklafann er- lenda, þá koma hin beinhörðu boðorð Alþjóðabankans eða Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, eins og nú til Portúgals o. 11.: Skerið niður lifskjör almennings, afhend- ið' erlendum auðhringum eða íslenskum lepþitm þeirra fyrirtœki þjóðarinnar, auðlindir landsins. Þessi liœtta vofir yfir hér, ef ekki er tekið i taumana i líma. Skuldasöfnun íslands erlendis er orð- in geigvænleg. Vissulega að nokkru vegna fyrirtækja, sem standa undir sér og lánum sínum, en einnig að nokkru vegna fram- kvæmda, sem efasamt er livenær eða hvort þær bera sig (Grundartangi, Krafla) - en þó aðallega vegna óhagstæðs við- skiptajafnaðar ár eftir ár vegna hinna svokölluðu „frjálsu" verslunar. Erlendar skuldir íslands (löng lán), munu nú vera 186 milljarðar króna, sem samsvarar um 845 þúsund krónum á hvert mannsbarn eða 3% milljón króna á ,vísitölufjölskylduna“. Við íslendingar höfum ekki sætt ný- lendukúgun í 600 ár, háð erfiða sjálf- stæðisbaráttu við hina ýmsu yfirdrottna í tvær aldir, til þess að láta hið erlenda 153

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.