Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 15

Réttur - 01.07.1978, Page 15
7. júlí 1941 réðst bandarískur her inn á Island og hertók það. Ólögleg ríkisstjórn hafði samjDykkt 24 stunda úrslitakosti, sem bresk ríkisstjórn hafði sett henni um að láta ameríska herinn koma „samkvæmt verndarsamningi". 9. júlí var kallað saman ólöglegt Al- þingi og látið samjDykkja „samninginn". Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði Joá grein fyrir samjDykkt sinni, að hann hefði ætlað að greiða atkvæði á móti, en fyrst Bandaríkin hefðu hnífinn á hálsi vorum, samþykkti hann. 1945 sveik Bandaríkjastjórn þennan »,samning“ og heimtaði 99 ára herstöðvar á Islandi. Þá brast íslenska Jjjóð ekki „skyldunn- ar J)or“ og undir forustn Sósíalistaflokks- ins neitaði hún. Bandaríkin rufu J)ó „samninginn" og kváðust hvergi fara nema þau fengju Keflavíkurflugvöll til 5 ára. - Rúmur helmingur þingmanna beygði sig fyrir hótunum herveldisins og síðan var sósíal- istum bolað út úr ríkisstjórn, er mynda skyldi. Ætla má að amerísk öfl og undir- lægjur Jjeirra væru þar að verki. - Borg- aralega klæddir Bandaríkjamenn tóku við af hemum. En ofstækið hóf að hel- taka íslensk stjórnvöld. 7. maí 1951 réðst her Bandaríkjanna inn á ísland og hertók Jiað. Ríkisstjórn °g Júngflokkar hennar höfðu áður framið þau laga- og stjórnarskrárbrot að biðja þennan her að koma, Jrvert ofan í hátíð- lega gefin loforð 1949 um að aldrei skyldi hér vera her á friðartímum. 8. maí 1951 varaði miðstjórn Sósial- istaflokksins þjóðina við því að næst niyndi reynt að hertaka svo „hug hennar og hjarta" að hún sætti sig við svívirð- ingu hernámsins, jafnvel krypi í duftið fyrir innrásarliðinu og ákallaði það sem „verndara" sinn. Og borgaralegir ljölmiðlar tóku að framleiða af kralti „hjartans ís“, sntia faðirvori frelsisins nppá fjandann, fá Jrá Jyjóð, er stofnaði lýðveldið 1944og neitaði 99 ára herstöðvunnm 1945, til að smækka sjálfa sig, gerast undirlægja ameríska stór- veldisins. 1956, 28. mars, samþykkti þó Alþingi að láta herinn fara .Það var svikið. 1971 var gerður stjórnarsamningur um að láta herinn fara. - Sjálfstæðistil- finningin bærði enn einu sinni á sér hjá fleirum en sósíalistum. En 1974 undirskrifuðu 55 þúsund „ís- lendingar" beiðni um að herinn færi ekki. Svo djúpt höfðu íslendingar aldrei sokkið í sex alda danskri kúgun að biðja um að hér væri erlendur her. — „Hjartans ís“ var að heltaka Jtjóðina fyrir tilstilli voldugra yfirstéttar og erlendra afla. Aðeins sósíalistar héldn enn íslensku hjartanu heitu. 21. ágúst 1968 brutu Sovétríkin boðorð sósíalismans um sjálfstæði hvers komm- únistaflokks, réðust með her inn í Tékkó- slóvakíu. Nokkrar undirlægjur, andlega svipaðar j;>eim íslensku, er sömu brot drýgðu, höfðu í ofstæki sínu óskað eítir innrásinni til að bola bestu kommúnist- unum út úr ríkisstjórn og setjast sjálfar að völdum og forusta sovéska kommún- istaflokksins samjoykkti að verða við beiðni þeirra, að því er sagnaritarar and- stæðir kommúnistum segja, með eins at- kvæðis mun. Allir sjálfstæðir og góðir kommúnistar mótmæltu þessari innrás og þessu hernámi. Borgarablöð og -flokk- ar víða um heim sáu sér leik á borði og þóttust mótmæla líka - í nafni frelsisins. Rétt á eftir réðust Bandaríkin á Viet- 159

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.