Réttur


Réttur - 01.07.1978, Side 16

Réttur - 01.07.1978, Side 16
nam, algerlega að ósekju, og til þess að reyna að brjóta þá þjóð líkamlega og andlega á bak aftur. Ausið var yfir hana meira sprengjumagni en yfir Evrópu og Asíu í allri síðari heimsstyrjöld, eitri þeytt yfir akra og skóga. bað átti að drepa þorra þjóðarinnar og eitra öl 1 lífsskilyrði hennar. Borgarablöðin á íslandi ýmist þögðu þunnu liljóði eða lofuðu morðríkið mikla, bandamenn sína og verndara fyrir „dugnað og framtakssemi" gegn komm- únismanum. En Vietnam sigraði Bandaríkin með aðstoð þeirri, vopnum og vistum, er Sov- étríkin sendu þeim í svo ríkum mæli að dugði. Ameríski risinn varð að leggja niður rófuna og halda heim - sigraður í fyrsta siun í sögu sinni. Það hafði ekki tekist að hertaka hetju- þjóð Vietnama, hvorki með andlegum aðferðum né djöfullegustu morðtækni nútímans. En hvað gera íslendingar, sem þó ein- vörðungu þurfa að heyja sitt frelsisstríð með andlegum vopnum: halda vöku sinni gegn áróðursgaldri auðvaldssinna? Borgarablöðin, undirlægjur ameríska innrásarhersins á íslandi, hamast út af Tékkóslóvakíu, gæta þess vel að gleyma Vietnam, og vilja fá íslensku þjóðina til að einblína á ömurlegan sorgleik sósíal- ismans í Prag, en gieyma þeim andlegu lielgreipum, sem verið er að læsa um íslensku þjóðina, til þess að hernema hug hennar og hjarta. Á það að takast? Vér skulum minnast hvatningarinnar sem Jóhannes úr Kötlum, samviska þjóð- ar vorrar, sendi oss í „Skeytinu til Prag“, er skelfingin dundi yfir þar: Jóhannes úr Kötlum. Skeytið til Prag „Tv(i risavaxin finngálkn kennd við Atlandshaf og Varsjá skipta okkur smælingjunum á milli sín sem auvirðilegu herfangi. En hversu eg blygðast mín, Vaculik: teinréttur mætir þú ofbeldinu og storkar þeim Brezhnev og Ulbricht meðan ég skríð um sölutorgið líkastur hræddri auðmjúkri pöcldu og býð Jreim Dean Rusk og Pipenelis að spígspora á aumingjaskap mínum.“ 160

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.