Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 20

Réttur - 01.07.1978, Page 20
EINAR OLGEIRSSON: ÍSLENDINGARNIR í FRELSISSTRÍÐI SPÁNVERJA 1938 Barátta spönsku lýöveldisstjórnarinnar gegn fasistiskri uppreisn svikulla herforingja eru raunverulega fyrstu alvarlegu vopnuöu átökin milli lýðræðisaflanna og fasismans, er náðu svo hámarki í heimsstyrjöldinni síðari, einkum 1941-1945. í Þýskalandi höfðu lýðræðisöflin raunverulega gefist upp án þess að láta koma til almennra vopnaðra átaka vð fasismann. Og í Spánarstyrjöldinni sýndi auðvald hinna borgaralegu lýðræðisríkja, Frakklands og Englands, hið sanna innræti sitt, er þau sviku spánska lýðveldið með vopnabanninu, - Sovétríkin urðu ein um að styðja lýðveldis- stjórnina með vopnasendingum. Og á sama hátt voru svo Austurríki og Tékkóslóvakía svikin í helgreipar Hitlers 1938, - alit vélráð vestræns auðvalds til að siga herjum Hitlers á Sovétríkin. 164

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.