Réttur


Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 22

Réttur - 01.07.1978, Blaðsíða 22
lenskri sögu, næstum einstakt: þrír ungir íslendingar, allir sósíalistar, fóru til Spán- ar, til þess með vopn í hönd að berjast fyrir spánska lýðveldið gegn fasismanum. Þeir hétu Hallgrímur Hallgrímsson, Björn Guðmundsson og Aðalsteinn Þor- steinsson. Það varð að fara þangað á laun ,fyrst til Norðurlanda, til að ná réttum sam- böndum, síðan jafnvel gegnum Þýska- land og til Parísar, en þar voru, meira eða minna, leynilegar miðstöðvar þær, er sáu um að skipuleggja ferðina til Spánar. Um íslendingana þrjá Hér skal nú sagt nokkuð frá þessum þremur íslendingum, einkum þó Hall- grími Hallgrímssyni, því hann fór þeirra fyrstur og varð fræknastur af framgöngu sinni — og reynt að rekja nokkuð ævi þeirra eða vísa til heimilda. Hins vegar hefur Hallgrímur sjálfur, er heim kom, ritað bók um stríðið sjálft og reynslu hans þar.: „ZJndtir fána lýðveldisins. Endur- minningar frá SpánarstyrjöldinniGaf Björn Bjarnason, löngum form. ,,Iðju“, þá bók út 1941 og er hún með öllu ófáan- leg, en formálann að henni ritaði Hall- grímur, þá að Litla-Hrauni, í apríl 1941. Heimkoma hans og aðkoma varð ekki síður söguleg en sjálf stríðsjrátttakan og varpar framkoma yfirvalda hér við hann nokkru ljósi á skyldleika þeirra við þá, er hann barðist við á Spáni. Skal því ekki sagt hér frá sjálfri stríðsþátttökunni nema stutt, en vísað í bók hans, en frekar rakin sagan eftir heimkomuna. Hallgrímur Hallgrímsson var fæddur 10. nóvember 1910, Barðstrendingur að ætt, gerðist ungur kommúnisti, var fram- arlega í samtökum ungra kommúnista og í Kommúnistaflokki íslands.1 Hann hafði verið virkur mjög í bar- áttunni gegn j)ýsku nasismanum liér heima, var m. a. einn af jreim er skar nið- ur hakakrossfánann á þýska skipinu „Eider“ 9. nóv. 1933, nánar er frá sagt í „Rétti“ 1973.2 Hallgrímur fór til Hafnar í nóv. 1937 og síðan til Spánar í desember til þátt- töku í frelsisstríði lýðveldisins. Hann fór um Norðurlönd, Hitler-Þýskaland og til Frakklands, en í París var hin leynilega miðstöð fyrir þá, er til Spánar fóru í þess- um erindum — og segir hann síðar nánar og vel frá öllu Jjví, er á daga hans dreif í fyrrnefndri bók. Eftir herþjálfun barðist hann vel á hinurn ýmsu vígstöðvum, sem „Thalmann“-hersveitin var send á, en svo nefndist sú sveit alþjóðaherdeildar- innar, sem Þjóðverjar og margir Norður- 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.