Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 27

Réttur - 01.07.1978, Page 27
l)ar sem þeir hinir, en varð samferða Hallgrími heim. Aðalsteinn var eftir að lieim kom mik- til sjós, svo við ýmsa aðra vinnu. Hann andaðist 4. maí 1961. En sjálfboðaliðarnir þrír voru ekki emu Islendingarnir sem fóru til Spánar á þessurn árum lil þess að sýna samúð með íýðræðisbaráttu spönsku þjóðarinnar, Pótt ekki færu til að berjast með vopn- Uln. — Það var haldið rithöfundaþing 1 Valencia árið 1937 og ])að sóttu róttæk- lr rithöfundar og skáld livaðanæva að til þess að ræða um verndun menningarinn- ar fyrir fasismanum. Af íslendingum ’nætti þar Björn Franzson og skrilaði um þingið greinina „Spánarför" í „Rauða penna“ 1937. Á þessu þingi var og auk niargra frægra skálda Nordahl Grieg, sem reit um það „Spansk Sommer", 1937, sem er í 7. bindi af heildarútgáfu rita hans lrá 1947. Alþjóðahyggja og vopnavald Svik frönsku og ensku auðmannastétt- :>nna við lýðræðið á Spáni báru sinn 'ívöxt: í febrúar 1939 viðurkenndu ríkis- stjórnir þeirra Franco, í mars 1939 var •ýðræðisstjórnin að lokum brotin á bak aftur, sumpart með svikum innan frá. Erakkland var nú að austan og sunnan tnnkringt fasistaríkjunum — og að rúmu ari liðnu sveik franska auðmannastéttin Irakkland líka í hendur Hitlers: í júní 1940. Pað munaði einu atkvæði í fimm úianna ,,innri“ stjórn Bretlands, að Itresku auðmannastéttinni tækist líka að svíkja Bretland í hendur Hitlers. Auð- ’riannastéttir Vestur-Evrópu sönnuðu á þessum árum hvað þær meina með kjaft- •eði sínu um föðurland og lýðræði. Það voru arðránsvöldin ein, sem þær báru fyrir brjósti. Fyrir þau völd skyldi öllu fórnað: föðurlandi, frelsi og lýðræði. Hin stríðandi alþjóðahyggja sósíalis- mans, hin virka samúð 35000 verka- manna og menntamanna, sem voru reiðu- búnir að fórna lífinu fyrir lýðræðið í bar- áttunni við fasismann, hefur unnið sinn stærsta siðferðilega sigur á Spáni, drýgt þá hetjudáð sem ekki mun fyrnast. Eitt sinn mótaði byltingarkennd kristni, á meðan kirkja hennar enn var stríðandi afl hinna undirokuðu, vígorðið: „Blóð píslarvottanna er útsæði kirkjunnar“. (Það var áður en kirkjan gerðist sjálf drottnandi arðraeningi eða þerna yfir- stétta). Alþjóðahyggja sósíalista og annarra 171

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.