Réttur


Réttur - 01.07.1978, Page 42

Réttur - 01.07.1978, Page 42
hugavert og svifið á þá, sem með það fara, hverjar svo sem undirstöður þess eru. Sósíalískt efnahagskerfi tryggir ekki endilega eins og af sjálfu sér jafnrétti þegnanna eða lifandi virkt lýðræði í víð- tækri merkingu þess orðs. Við gerum okkur býsna ákveðnar hugmyndir um lýðræðislegan veruleika, mótaðan af langri hefð í okkar afskekkta heimshluta. Um langan aldur hefur það t. d. verið eitt sterkast einkenni á íslensku samfé- lagi, að alþýðufólk, erfiðisvinnufólk hef- ur ræktað með sér andlegt atgervi og ýmsa mennt til jafns við hvern annan, og eru um það mörg dæmi allt fram á okkar daga. Að þessu leyti hefur engin stétta- skipting náð að festast í sessi og það er styttra milli fólks hér en gerist með millj- ónaþjóðum. Ég er þess fullviss, að af því væri gagnkvæmur ávinniugur fyrir sósíal- ískan flokk t. d. á íslandi og í DDR, að blanda geði, skiptast á skoðunum og reynslu, sem vitanlega er gerólík, læra hver af öðrum og jafnframt gagnrýna af fullri hreinskilni og af heilindum. Flesl höfum við víst numið Jrau fræði, að frels' er innsýn í nauðsyn, en í glímunni við liarðan veruleikann fyllumst við einad óþoli og finnst sem látið sé staðar numið og einblínt á nauðsynina sem lögmál eða eitthvað endanlegt. Okkur dreymir öl I um stökkið mikla úr ríki nauðsynjarinnar inn í ríki frelsis- ins, og það livetur okkur til þess að setja markið ævinlega nokkrn hærra en tínra- bært er að uppfylla hverju sinni, minn- ug þess, að sósíalisminn er ekki ein- asta fræðikenning um hagstjórn og elna- hagsmál. Hann er siðaboðskapur u® frelsi, jafnrétti og bræðralag mannanna- Því er sannfæringarmáttur lians mikill- Á þjóðhátíðardegi Þýska Alþýðulýð' veldisins 7. okt. fögnum við þeim áföng um sem lagðir hafa verið að baki og árn- um heilla á komaudi tíð. 186

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.