Réttur


Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 44

Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 44
isstjórnin einkum ná með eftirgreindum aðgerðum: Samstarf við aðila vinnumarkaðarins Ríkisstjórnin leggur áherslu á að kom- ið verði á traustu samstarfi fulltrúa laun- þega, atvinnurekenda og ríkisvalds, sem miði m. a. að því að treysta kaupmátt launatekna, jafna lífskjör og tryggja vinnufrið. Unnið verði að gerð þjóðhags- og frarn- kvæmdaáætlunar, sem marki m.a. stefnu í atvinnuþróun, fjárfestingu, tekjuskipt- ingu og kjaramálum. Jafnframt verði mörkuð stefna um hjöðnun verðbólgu í áföngum og ráðstafanir ákveðnar, sem nauðsynlegar eru í því skyni, m. a. end- urskoðun á vísitölukerfinu, aðgerðir í skattamálum og nýja stefnu í fjárfesting- ar- og lánamálum. Efnahagsmál 2.1 Fyrstu aðgerðir. Til þess að tryggja rekstur atvinnuveganna, atvinnuöryggi og frið á vinnumarkaði og veita svigrúm til þess að hrinda í framkvæmd nýrri stefnu í efnahagsmálum, mun ríkisstjórn- in nú þegar gera eftirgreindar ráðstaf- anir: 1. Lög um ráðstafanir í efnahagsmálum frá febrúar 1978 og bráðabirgðalög frá maí 1978 verði felld úr gildi. Laun verði greidd samkvæmt þeim kjara- samningum, sem síðast voru gerðir, þó þannig að verðbætur á hærri laun verði sama krónutalan og á laun, sem eru 233.000 kr. á mánuði miðað við dag- vinnu. 2. Verðlag verði lækkað frá jrví sem ella Iiefði orðið, m. a. með niðurgreiðslunr og afnámi söluskatts af matvælum, sem samsvarar 10% í vísitölu verðbóta '■ september og 1 .desember 1978, og komið verði í veg fyrir hvers konai verðlagshækkanir eins og unnt reynist- Ríkisstjórnin mun leggja skatta á at- vinnurekstur, eyðslu, eignir, hátekji'1 og draga úr útgjöldum ríkissjóðs til þess að standa straum af kostnaði við niðurfærsluna. 3. Til þess að koma í veg fyrir stöðvu11 atvinnuveganna verði þegar í Stað framkvæmd 15% gengislækkun, enda verði áhrif hennar á verðlag greidd niður (sbr. lið 2). 4. Rekstrarafkoma útflutningsatvinirU' veganna verði bætt um 2-3% af heild- artekjum með lækkun vaxta af afurða- og rekstrarlánum og lækkun annars rekstrarkostnaðar. 5. Gengishagnaði af sjávarafurðum verði ráðstafað að hluta í Verðjöfnunarsjóð. að hluta til útgerðar vegna gengistaps og loks til hagræðingar í fiskiðnaði og til þess að leysa sérstök staðbundin vandamál. 6. Verðjöfnunargjald það, sem ákveðið hefur verið af sauðfjárafurðum í ár, verði greitt úr ríkissjóði. 2.2 Breytt efnahagsstefna. í jrví skyni að koma efnahagslífi þjóðarinnar á traustan grundvöll, leggur ríkisstjórnin á- áherslu á breytta stefnu í efnahagsmáluin- Því mun hún beita sér fyrir eftirgreind- um aðgerðum: 1. I samráði við aðila vinnumarkaðarins verði gerð áætlun um hjöðnun verð- bólgunnar í ákveðnum áföngum. 2. Skipa skal nefnd fulltrúa launjrega, atvinnurekenda og ríkisvalds til end- urskoðunar á viðmiðun launa við 188

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.