Réttur - 01.07.1978, Qupperneq 54
Prentfrelsi peninganna
Alkunna er hvernig meginhluti l)laða
í Bandaríkjunum, Englandi og Vestur-
þýskalandi („Springer-pressan") er sam-
einaður á höndum 2—3 auðfélaga, er
móta með þessu valdi skoðanir almenn-
ings.
En nýlega hafa einnig farið fram rann-
sóknir á Ítalíu (rannsóknarhópur lög-
fræðideildar háskólans í Elorens) og í
Frakklandi, þar sem N. Brimo rithþf-
undur hefur rannsakað málin og gefið út
bók um þau: „Le dossier Hersant“.
Niðurstöður rannsóknanna eru þær á
Ítalíu, að 20 blöð af 80 hafa 70% af ein-
takafjölda blaðanna og þessi 20 blöð eru
mestmegnis í höndum fjögurra auðugra
og stórra hópa og tveggja ríkisfyrirtækja.
í Frakklandi afhjúpar Brimo hvernig
20% af öllum blöðum landsins er undir
áhrifavaldi eins manns, Robert Hersant,
auðmanns, sem vann með nasistum á lier-
námsárunum, en liefur alltaf sloppið við
refsingu. Blöð eins og „France-Soir“ og
„Le Figaro“, hið síðarnefnda a. m. k. um
tíma, eru undir áhrifavaldi hans.
Við vald þessara blaðakónga bætist svo
vald auglýsenda, sem mestmegnis eru
stórkapitalístar. Á Ítalíu eru auglýsingar
50% tekna blaðanna og annars í auð-
valdsheiminum jafnvel upp í 60—70%
teknanna.
Hið rómaða prentfrelsi auðvaldsland-
anna verður því oftast í ríkum mæli
prentfrelsi peninganna.
BP
Meðan breska kratastjórnin stritast við
að halda niðri kaupi verkalýðsins, safna
breskir auðhringar of fjár, hlaupa í spik,
meðan verkamönnum er sagt að herða
hungurólina.
B.P. (British Petroleum), en ríkið á
51% lilutafjár, gerði 1977 samning við
vestur-þýska auðfélagið VEBA um yfir-
tiiku fjölmargra lyrirtækja þess, samning-
urinn var upp á 800 milljónir marka.
Varð B.P. þarmeð sterkasta olíufélagið í
Vestur-Þýskalandi, „sló“ Esso og Shell
,út“. Er B.P. þá orðið 8. stærsta fyrirtæki
hins vestræna heims. Velta þess var 1977
yfir 12 milljarðar sterlingspunda og gróð-
inn 2,19 milljarðar punda.
B.P. lætur og til sín taka bæði í Alaska
og á Norðursjónum. Gróðinn af Eorties-
svæðinu á hinu síðarnefnda beint til hlut-
hafanna var yfir 260 milljónir punda.
Samtímis þýsku stórkaupunum, keypti
svo B.P. af Union Carbide Corp. — sem
íslendingar kannast við — tvö dótturfélög
þess auðfélags í Evrópu á 400 millj. doll-
ara. B.P. hyggur á mikla útþenslu á þessu
ári, eins og Sir David Steel, forstjóri þess,
tilkynnti á blaðamannafundi nýlega.
Það er B.P. sem rekur mestu olíuvið-
skiptin í Suður-Afríku og selur Rhodesíu
198