Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 3

Réttur - 01.01.1980, Page 3
TRYGGVI ÞOR AÐALSTEINSSON: LIFANDI BARATTA OG SPRENGIKRAFTUR Farandverkafólk rís upp Það var ólga í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Þar voru um fimm hundruð farand- verkamenn saman komnir, karlar og konur, bæði við sjómennsku og fiskvinnu í landi. Margir í hópum voru óánægðir með aðbúnaðinn í verbúðunum og margir töluðu um dýrt fæði. Reyndar var þetta engin nýlunda hvað snerti kjör farandverkafólks, en það var eins og eitthvað lægi í loftinu. Þann 7. júlí hélt farandverkafólk fund í Eyjum, þar voru málin rædd og gerð ályktun, sem varð grundvöllur að þeim kröfum sem farand- verkafólk hefur lagt fram um málefni sín. Nú hafði farandverkafólk risið upp og sett fram kröfur um úrbætur, sem bæði var beint til vekalýðssamtakanna og atvinnurek- enda. Skipulögð barátta var hafin. Barátta farandverkafólks fyrir bættuni kjörum og skilningi á þeim aðstæðum, sem það býr við er vafalaust einn merk- asti atburðurinn innan verkalýðshreyf- mgarinnar á síðari árum. Flestir þeir, sem hér eiga hlut að máli og tekið hafa virk- an þátt í baráttunni höfðu áður lítinn sem engan þátt tekið í störfum verka- lýðsfélaganna og voru alls óvanir félags- naálastörfum. Engu að síður hefur vísir að sérstakri fjöldahreyfingu myndast og 3 þróttmikið og líflegt starf hafist, sem miðar að því, að enn fleiri úr röðum farandverkafólks láti til sín taka og gefi eigin hagsmunum aukinn gaum. Baráttan hófst ekki fyrir frumkvæði verkalýðsfélaganna sjálfra, heldur meðal óbreyttra félagsmanna, sem jafnvel voru ekki allir fullgildir félagsmenn innan verkalýðssamtakanna. Mörg verkalýðsfé- lög tóku hins vegar við sér, enda þeim málið skylt. Sama má segja urn Verka- L

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.