Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 7

Réttur - 01.01.1980, Page 7
Frá fundi farandverkafólks i Reykjavík í vetur. í ræðustól er Þorlákur Kristinsson, einn helsti forustumað- ur farandverkafólks. Ferðir og fæði Ferðir og fæði hafa allmikið verið á dagskrá, þegar rætt hefur verið um kjör farandverkafólks. Fæðiskostnaður í mötu- neytum fiskvinnsluhúsanna hefur þótt óheyrilega hár. En krafan um frítt fæði hefur rekist nokkuð á hagsmuni lieima- fólks í þessum efnum. Heimamenn þurfa eins og flestir aðrir að kaupa sinn mat og elda, og ekki er óalgengt að húsmæður, sem vinna í frystihúsum þurfi að hlaupa lieim í hádeginu og elda ofan í sig og sina og hlaupa síðan aftur í vinnuna. Það gefur auga leið að lítið verður um hvíld í annars stuttu hádegishléi. Aðkomufólk- ið getur þá gengið að sínu mötuneyti og hádegismatartíminn nýtist til þess sem hann er ætlaður. En hitt er einnig ljóst að ef borin eru saman kjör farandverka- manna, sem t.d. vinna við virkjanafram- kvæmdir inni á hálentdinu, þá er um misrétti að ræða. Þeir hafa frítt fæði og fríar ferðir. Og má ekki líta svo á að krafa farandverkafólks um frítt fæði sé þörí áminning um nauðsyn þess að verkafólk eigi á sínum vinnustað kost á að kaupa mat á hóflegu verði, sem jafnt aðkomu- menn sem heimamenn eigi kost á að nota. Það er nærtækt að líta til annarra starfsstétta í þessu efni, s. s. opinberra 7

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.