Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 16

Réttur - 01.01.1980, Page 16
Fánasöngur rauðliðanna eftir Jón Rafnsson (Lag. Hallgrímur Jakobsson) Jóíi Rafnsson var ckki aðeins baráttumaðurinn og skipuleggjandi verkfallanna. Hann var og skáld- ið, seni hvatti fólkið til dáða. Nú þegar hann er kvaddur, — nú á þessu ári, þegar hálf öld er liðin frá stofnun Kommúnista- flokks íslands, birtum við eitt kröftugasta kvæði hans, óðinn til fánans rauða, sem þúsundir og aftur þúsundir sósíalista hafa barist undir öldum saman. ]>að var þróttur hugsjónarinnar í þcssu kvæði, trú á kraft og kyngi ltins fátæka lólks, er það hóf frelsis- söng sinn. Enn standa lifandi fyrir hugskotssjónum okkar þeir fjöldafundir, þar sem Stefán Ogmunds- son og Gunnar Sigmundsson sungu þetta kvæði við lag Hallgríms Jakobssonar í tíð Kommúnistaflokks- ins á fundum vígreifs fólks í Bárunni og Bröttugötu- salnum forðum — og fjöldinn tók undir. Kvað við uppreisnarlag, lýsti’ af öreigans brá þegar árgolan snerti þinn fald. Þú varst frelsisins tákn, sem að treystum við á, nú er takmarkið: Réttur og vald. Og þú beindir oss leið gegnum skugga og skin, þar sem skiptast á ylur og g]óst. Þig við lcerðum að elska og vernda sem vin og að verja okkar fylkingarbrjóst. Láttu alls staðar gjalla þinn uppreisnar söng frá unnum að háfjallabrún og vér heitum að fylkja okkur fast um þá stöng, þar sem fáni vor blakktir við hún. Þegar daprast oss gangan við ellinnar ár, þegar opnast hin síðustu skjól, signdu blóðrauði fáni vor héluðu hár undir hœkkandi öreigasól. Lát á blóðrauðum grunni þá bera við ský okkar blikandi hamar og sigð. Fyltu vetrarins heim þínum voraldar gný til að vekja um gjörvalla byggð. Láttu alls staðar gjalla þinn uppreisnar söng frá unnum að háfjallabrún og vér heitum að fylkja okkur fast um þá stöng, þai sem fáni vor blakktir við hún. b

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.