Réttur - 01.01.1980, Síða 18
Úr sovésku myndinni Ófullgert tónverk fyrir sjálfspilandi píanó, eftir Nikita Mikhalkof.
sumar nýjar. Ég held að óhætt sé að full-
yrða, að aldrei hafi verið á boðstólum svo
mikið af svo góðum og merkum kvik-
myndum samtímis í Reykjavík. Aðsókn-
in sýndi líka, að borgarbúar kunnu vel
að meta þessa veislu. 23.540 miðar voru
seldir í aðgöngumiðasölu Regnbogans
dagana sem hátíðin stóð. Þó kvörtuðu
margir sáran yfir að hafa ekki getað séð
allar þær myndir sem hugurinn stóð til
að sjá, og er ekki að efa að aðsóknin hefði
haldist góð ef unnt hefði verið að fram-
lengja hátíðina. Þetta bendir ótvírætt til
þess, að í Reykjavík fer sá hópur fólks
ört vaxandi, sem vill sjá góðar kvikmynd-
ir, og hefur áhuga á kvikmyndinni sem
list, en ekki innantómri afþreyingu.
Þegar spurt er livað iiafi helst sætt tíð-
indum á joessari liátíð, koma margar
myndir í hugann. Kannski var það merki-
legast að fá tækifæri til að kynnast tveim-
ur af merkustu kvikmyndastjórum sam-
tíðarinnar betur en áður hefur verið
mögulegt, vegna þess að sýndar voru
fleiri en ein mynd eftir hvorn þeirra.
Þar á ég við Pólverjann Andrzej Wajda
og Spánverjann Carlos Saura.
Andrzej Wajda átti þrjár myndir á há-
tíðinni, og eru það jafnframt þrjár nýj-
ustu myndir hans: Mwrmaramaðurinn
(1976), Án deyfingar (1978) og Stúlkurn-
ar frá Wilko (1979). Þessar myndir sýna
okkur margar hliðar á mjög fjölhæfum
18