Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 19

Réttur - 01.01.1980, Page 19
Marmaramaðurinn var ein þriggja mynda Pólverjans Andrzej Wajda, sem sýndar voru á hátíðinnni. listamanni. í Marmaramanninum fjallar liann um Stalíntímann og leifar hans í nútímanum. Þetta er mynd sem kallar á uppojör við fortíðina og jafnframt upp- gjör við það sem er lágkúrulegt og tæki- færissinnað í nútímanum. Án deyfingar gerist líka í Póllandi nútímans og fjallar um uppgjöf manns, sem stóð á hátindi frægðar og frama og missti skyndilega fótfestuna, bæði í einkalífinu og úti í þjóðfélaginu. Þessi mynd var einkurn at- hyglisverð fyrir jrað, að hún sýndi okkur ekki „jákvæða hetju“ í baráttu við myrkraöflin, heldur mann sem hefur glat- að skilningi á umhverfið og lifir í blekk- ingum, umvafinn goðsögninni um sjálf- an sig. Urn leið og eitthvað bjátar á liryn- ur heirnur hans til grunna. Þjóðfélags- ádeilan í þessari mynd er jafnvel enn beittari en í Marmaramanninum, ef grannt er skoðað. Þriðja mynd Wajda, Stúlkurnar frá Willio, er hinsvegar af allt öðrurn toga spunnin. í henni er farið aftur í tímann, til fjórða áratugar þess- arar aldar, og þjóðfélagsádeila er þar að mestu fjarverandi. Þetta er sálræn og „nostalgísk" mynd um veröld sem var og kemur aldrei aftur. Carlos Sauia var einn af örfáum spænskum kvikmyndastjórum sem störf- uðu við kvikmyndagerð á Franco-tíman- um án þess að ánetjast fasismanum. Hann komst upp með að gagnrýna ótalmargt í fari spænskrar borgarastéttar, sennilega vegna. þess að hann notaði táknmál, sem ritskoðararnir liafa lireinlega ekki skilið. 19

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.