Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 21

Réttur - 01.01.1980, Page 21
unum er nú talsverður uppgangur í kvik- myndalistinni, og er það ekki síst mönn- um eins og Nikita Makhalkof að þakka. Myndirnar frá Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi áttu það sameiginlegt að leik- stjórar þeirra ern konur. Þetta eru mjög ólíkar myndir: Eplaleikur eftir Veru Chytilovu er gamanmynd, óraunsæ en fyndin, og minnir um sumt á ærslaleik. Níu mánuðir eftir Mörtu Meszaros er hins vegar mjög raunsæ mynd um líf ungrar verkakonu og baráttu hennar fyr- ir eigin sjálfstæði og gegn fordómum um- hverfisins. Frá Vestur-Þýskalandi fengum við að sjá þrjár myndir: Woyzeck, nýjustu mynd Werners Herzog, Albert. — hvers vegna eftir Josef Rödl, og Þýskaland að hausti, sem unnin er af heilum hópi þýskra kvikmyndagerðarmanna, sem allir til- heyra „nýju bylgjunni" svokcölluðu. Eitt af |)ví sem lofsvert verður að telj- ast við þessa kvikmyndahátíð var, að á henni gafst kostur á að sjá nokkrar mynd- ir frá löndum sem aldrei eða sjaldan liafa verið kynnt hér í kvikmyndahúsum. Þarna voru t.d. myndir frá Hollandi, Belgíu, Indlandi og Kanada. Þá verður að geta j)ess, að á jiessari kvikmyndahátíð var lögð áhersla á að sýna myndir fyrir börn og unglinga. Ein vinsælasta myndin á hátíðinni og sú sem hlaut mesta aðsókn, var danska unglinga- myndin Sjáðu sœta naflann minn, og einnig var sænska barnamyndin Krakk- arnir i Copacabana mjög vinsæl. Von- andi verður jrað að liefð á kvikmynda- hátíðum framtíðarinnar, að hafa á boð- stólum úrvalsmyndir fyrir böm, enda eru þau einna verst sett hvað snertir að- gang að góðum kvikmyndum ])ví eins og Leikkonan Lili Monori í ungversku myndinni Níu mánuðir, eftir Mörtu Meszaros. allir vita er þeim sárasjaldan boðið upp á annað en rusl í bíóunum. Hér gefst ekki tækifæri til að gera nein skil öllum þessum rnörgu og góðu mynd- um. Þegar upp er staðið að Kvikmynda- hátíð 1980 lokinni, er það efst í huga að slíkar veislur þurfa að verða að fastri liefð í menningarlífi Reykjavíkur. Margt bendir nú til jæss að heimild muni fást til að halda kvikmyndahátíð árlega. Er ekki að efa, að jrað yrði í fyrsta lagi fagn- aðarefni öllum kvikmyndaunnendum, og í öðru lagi mikil lyftistöng fyrir ís- lenska kvikmyndagerðarmenn. Grósku- mikil kvikmyndamenning er ein af for- sendum jress að hér spretti safaríkir lauk- ar í garði kvikmyndalistarinnar. Ingibjörg Haraldsdóttir. 21

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.