Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 22

Réttur - 01.01.1980, Síða 22
NIÐINGSVERK EITURBYRLARA Hinar voldugu fréttastofur ameríska auðvaldsins, sem einoka að heita má skoðana- myndun í stórum hluta heims, hafa undanfarið kappkostað að breiða út lygasögu um eiturhernað af háifu Vietnam. Þetta framferði minnir fullmikið á kænsku þjófsins, sem tók að hrópa: „Grípið þjóf- inn“ — til þess að komast undan eftir afbrot sín. — Að sama skapi er reynt að þegja afbrot Bandaríkjahers í hel. Það var ekki aðeins að sá her varpaði meira sprengjumagni yfir hið litla Víetnam en varpað var í síðari heimsstyrjöldinni yfir Evrópu og Austurlönd öll, heldur voru og önnur ægileg vopn notuð og verður hér aðeins rætt um eitt: eitrið. En rétt er um leið að minna á að árásaraðilinn, Bandaríkin, lofuðu að greiða Víet- nam stríðsskaðabætur, er þeir fóru loks þaðan í burtu. Hin ríku Bandaríki hafa svikið Víetnam um að gera þetta: Það minnsta, sem þau gátu þó gert til að bæta fyrir misgerðir sínar. En nú reyna þau að sverta Víetnam í augum heimsins, óskapast yfir eymdar- ástandi á landsvæðum, sem þau sjálf hafa eyðilagt, máske um langan aldur, með eit- urhernaði sínum. — Það er sem níðingurinn og hræsnarinn tvímenni á iygafákinum, þegar hin gerspillta yfirstétt Bandaríkjanna talar til heimsins. 22

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.