Réttur - 01.01.1980, Side 24
Rannsóknin á eiturhernaði Bandaríkja-
hers í Vietnam hefur farið fram fyrst og
fremst í Vietnam, en einnig stjórn Ástra-
líu hefur verið knúin til rannsókna —
og sjálf knúið Bandaríkjaþing til að láta
rannsaka áhrifin sem það hefur haft á af-
kvæmi ástralskra sjálfboðaliða, að þeir
voru látnir beita eitursprengjunum.
Eyðingin og sýkingin, sem eiturefni og
gasefni þau, sem Bandaríkin beittu, —
auk allra annarra vopna, eru skelfileg:
Bandaríkin dreifðu meir en 100.000
tonnum af eiturefnum á næstum öll fylki
Suður-Vietnams. 13.000 ferkílómetrar
af opnu landsvæði og 25.000 ferkílómetr-
ar af skógi urðu m.a. fyrir þessari eitrun.
Á 70% af kókóshnetugörðum, 60% af
gúmmíekrum, 110.000 ,,ekrum“ („ekra“
= 0.4 hektar) skóga með ströndu fram
og 115.000 ekra annarra skóga var stráð
slíku eiturmagni að eyðilögð var upp-
skera, er nægt hefðu milljónum manna.
2 milljónir manna urðu fyrir eiturefn-
um. 3500 af þeim dóu strax. — Eiturefnið
er varpað var yfir Suður-Víetnam sam-
svarar 6 pundum á hvern íbúa þar, sam-
kvæmt tölum, er utanríkisdeild bókasafns
Bandaríkjaþings hefur látið í té. — Að-
eins hluti þess ógnartjóns, sem eitrunin
veldur jörðinni og umhverfinu öllu í
Vietnam, er enn kominn fram að áliti
bandarískra sérfræðinga í líffræði, sem
nefnd Bandaríkiaþings hefur yfirheyrt.
Öldungadeildarþingmenn eins og Gay-
lord Nelson hafa fordæmt þennan eitr-
unarglæp hörðum orðum.
Ein af eiturtegundunum (herbicide
2,4,5-t) inniheldur dioxin, eitthvert
skæðasta eiturefni sem til er. Örlítil eind
þessa efnis getur valdið vansköpun barna,
fósturláti, krabba og breytingu á „chr-
omosomum" (erfðaeigindum).
í Chicago hefur nefnd, sem er fulltrúi
2000 hermanna, er börðust í Vietnam og
hafa orðið fyrir dioxin-eitrun, kært fimm
efnahringi, er framleiddu eitrið og kraf-
ist trygginga, er nema 40 milljörðum
dollara gegn afleiðingum eitursins.
í Ástralía hefur læknarannsókn leitt í
ljós að vansköpun á börnum Vietnam-
hermanna var hjá einu af hverjum fjór-
um.
Flugher Bandaríkjanna hefur neyðst
til að viðurkenna að hafa frá 1962 til
1970 varpað 44 milljónum |)unda af
2,4,5-t eitri yfir Suður-Vietnam, — m. ö.
orðum á 62% af svæðinu, sem barist var
á. Varpað var rniklu meira. En þessar töl-
ur eru nægar til að sýna hve víðtæk snert-
ing við þetta eiturefni hefur átt sér stað.
Afleiðingar af þessum eitrunarglæp
Bandaríkjahers á þjóð og allt líf í Viet-
nam eru ægilegar og ómögulegt að vita
um allar afleiðingarnar enn.
Fyrir alla þessa eitrunarstarfsemi ættu
raunverulega stjórnendur Bandaríkjanna
að koma fyrir stríðsglæparétt sem nasista-
glæpamennirnir forðum en í staðinn
lifa þeir í vellystingum pragtuglega, segj-
ast tigna Krist — eins og broddborgarinn
á teikningu Bidstrups (frá 1936).
SKÝRINGAR:
í 1. hetti „Réttar" 1978, cr á bls. 64—65 rakið
allýtarlega þaer ógnir aðrar af völclutn citursins,
sem Victnam var fyrir. Sú grein f „Erlendri víðsjá"
ljer fyrirsögnina: „Ægilcgur arfur Vietnams."
24