Réttur


Réttur - 01.01.1980, Qupperneq 24

Réttur - 01.01.1980, Qupperneq 24
Rannsóknin á eiturhernaði Bandaríkja- hers í Vietnam hefur farið fram fyrst og fremst í Vietnam, en einnig stjórn Ástra- líu hefur verið knúin til rannsókna — og sjálf knúið Bandaríkjaþing til að láta rannsaka áhrifin sem það hefur haft á af- kvæmi ástralskra sjálfboðaliða, að þeir voru látnir beita eitursprengjunum. Eyðingin og sýkingin, sem eiturefni og gasefni þau, sem Bandaríkin beittu, — auk allra annarra vopna, eru skelfileg: Bandaríkin dreifðu meir en 100.000 tonnum af eiturefnum á næstum öll fylki Suður-Vietnams. 13.000 ferkílómetrar af opnu landsvæði og 25.000 ferkílómetr- ar af skógi urðu m.a. fyrir þessari eitrun. Á 70% af kókóshnetugörðum, 60% af gúmmíekrum, 110.000 ,,ekrum“ („ekra“ = 0.4 hektar) skóga með ströndu fram og 115.000 ekra annarra skóga var stráð slíku eiturmagni að eyðilögð var upp- skera, er nægt hefðu milljónum manna. 2 milljónir manna urðu fyrir eiturefn- um. 3500 af þeim dóu strax. — Eiturefnið er varpað var yfir Suður-Víetnam sam- svarar 6 pundum á hvern íbúa þar, sam- kvæmt tölum, er utanríkisdeild bókasafns Bandaríkjaþings hefur látið í té. — Að- eins hluti þess ógnartjóns, sem eitrunin veldur jörðinni og umhverfinu öllu í Vietnam, er enn kominn fram að áliti bandarískra sérfræðinga í líffræði, sem nefnd Bandaríkiaþings hefur yfirheyrt. Öldungadeildarþingmenn eins og Gay- lord Nelson hafa fordæmt þennan eitr- unarglæp hörðum orðum. Ein af eiturtegundunum (herbicide 2,4,5-t) inniheldur dioxin, eitthvert skæðasta eiturefni sem til er. Örlítil eind þessa efnis getur valdið vansköpun barna, fósturláti, krabba og breytingu á „chr- omosomum" (erfðaeigindum). í Chicago hefur nefnd, sem er fulltrúi 2000 hermanna, er börðust í Vietnam og hafa orðið fyrir dioxin-eitrun, kært fimm efnahringi, er framleiddu eitrið og kraf- ist trygginga, er nema 40 milljörðum dollara gegn afleiðingum eitursins. í Ástralía hefur læknarannsókn leitt í ljós að vansköpun á börnum Vietnam- hermanna var hjá einu af hverjum fjór- um. Flugher Bandaríkjanna hefur neyðst til að viðurkenna að hafa frá 1962 til 1970 varpað 44 milljónum |)unda af 2,4,5-t eitri yfir Suður-Vietnam, — m. ö. orðum á 62% af svæðinu, sem barist var á. Varpað var rniklu meira. En þessar töl- ur eru nægar til að sýna hve víðtæk snert- ing við þetta eiturefni hefur átt sér stað. Afleiðingar af þessum eitrunarglæp Bandaríkjahers á þjóð og allt líf í Viet- nam eru ægilegar og ómögulegt að vita um allar afleiðingarnar enn. Fyrir alla þessa eitrunarstarfsemi ættu raunverulega stjórnendur Bandaríkjanna að koma fyrir stríðsglæparétt sem nasista- glæpamennirnir forðum en í staðinn lifa þeir í vellystingum pragtuglega, segj- ast tigna Krist — eins og broddborgarinn á teikningu Bidstrups (frá 1936). SKÝRINGAR: í 1. hetti „Réttar" 1978, cr á bls. 64—65 rakið allýtarlega þaer ógnir aðrar af völclutn citursins, sem Victnam var fyrir. Sú grein f „Erlendri víðsjá" ljer fyrirsögnina: „Ægilcgur arfur Vietnams." 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.