Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 33

Réttur - 01.01.1980, Síða 33
haldi lífi mannkynsins í hendi sinni: Annað veifið þykjast þeir vera guðs út- sendir friðarenglar, — og umhverfast svo ef kosningasigur er í sjónmáli í ábyrgðar- lausustu stríðsæsingamenn og algera og steinblinda jrjóna þeirrar „hernaðar- og stóriðju“-klíku, sem ræður Bandaríkjun- um og einblínir á stríðsgróða og vopna- framleiðslu, en óttast undir niðri stríð, ef sá, er þeir ráðast á, er þeim jafnsterkur, svo gereyðing allra aðila hljótist af. Vissulega mun lrernaðarklíka Banda- ríkjanna reyna að brjóta mótspyrnu ábyrgt hugsandi bandamanna sinna á bak aftur, (— hergagnaframleiðsla er óhugn- anlega freistandi gróðafyrirtæki —) kaupa hin „frjálsu" blöð til stríðsæsinga o.s.frv. — en það verður að spyrna á móti, því einmitt þessir menn, slegnir blindu ofsa- gróðavonarinnar, eru að leiða heiminn út á barm gereyðingarstyrjaldar. Hvað þá forustumenn Sovétríkjanna snertir, sem í þetta skipti hafa orðið ofan á um innrásina í Afghanistan, þá ber að minnast þess um leið og sú innrás er for- dæmd, sem brot á alþjóðalögum, — að í 60 ár hafa Sovétríkin verið umkringd af fjandsamlegum ríkjum, sem í tvígang hafa ráðist á þau og valdið þeim ómælan- legum ógnum og tjóni. Og þessi umkring- ingarótti hvílir sem mara á heilum þess- ara sovésku forustumanna, svo strax og þeir finna að t.d. fasistastjórnin í Pakist- an og CIA brugga launráð gegn ríki, sem þeir í áratugi hafa getað treyst á, sem vin- veitt og hlutlaust, — þá liirða þeir lítt um almenningsálit erlendis, ef þeir aðeins geta hindrað umkringinguna. „Haukarnir“ í einu stórveldinu espa aðra. Ákvörðun „haukanna“ í Bandaríkj- unum um staðsetningu hinna langdrægu eldflaugastöðva í Vestur-Evrópu svara „haukarnir“ í Sovétríkjunum í sömu mynt. Það verður að láta af slíkum ögrunum, ef friður á að haldast. Það hefur aldrei verið meiri nauðsyn en nú að vit og raunsæi hafi taumhald á metnaði og æsingum. Það dugar ekki að gera tilveru mannkynsins að leiksopp í forsetakosningum í Bandaríkjunum: hætta á atomstríð, eins og Carter nú ger- ir, til þess að æsa kjósendur með sér í ki'afti múgæsinga þjóðrembings, — og til þess að þóknast hergagnaframleiðendum, voldugustu og ríkustu gTÓðahringum Bandaríkjanna. Við ræddurn ýtarlega í síðasta hefti „Réttar“, hvað við íslendingar eigum á hættu, ef til atomstríðs er látið koma — og skal það ekki endurtekið hér. En það er hart að sjá borgarablöðin æsa hér upp eins og þau væru í þjónustu stríðsglæfra- mannanna amerísku — og sýna engan skilning á hvílíkur voði kjarnorkustríð væri okkur hér á amerískri herstöð, — og mannkyni öllu. Ritað í febrúarlok 1980. E. O. Viðbót 8. mars 1980: Sclunidt kanslari sýnist samkvæmt síð- ustu fréttum vera að reyna að koma viti fyrir Carter, þannig að ekki verði horfið frá stefnuslökun gegn því að þýskir íjrróttamenn fari ekki til Moskvu! 33

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.