Réttur


Réttur - 01.01.1980, Qupperneq 33

Réttur - 01.01.1980, Qupperneq 33
haldi lífi mannkynsins í hendi sinni: Annað veifið þykjast þeir vera guðs út- sendir friðarenglar, — og umhverfast svo ef kosningasigur er í sjónmáli í ábyrgðar- lausustu stríðsæsingamenn og algera og steinblinda jrjóna þeirrar „hernaðar- og stóriðju“-klíku, sem ræður Bandaríkjun- um og einblínir á stríðsgróða og vopna- framleiðslu, en óttast undir niðri stríð, ef sá, er þeir ráðast á, er þeim jafnsterkur, svo gereyðing allra aðila hljótist af. Vissulega mun lrernaðarklíka Banda- ríkjanna reyna að brjóta mótspyrnu ábyrgt hugsandi bandamanna sinna á bak aftur, (— hergagnaframleiðsla er óhugn- anlega freistandi gróðafyrirtæki —) kaupa hin „frjálsu" blöð til stríðsæsinga o.s.frv. — en það verður að spyrna á móti, því einmitt þessir menn, slegnir blindu ofsa- gróðavonarinnar, eru að leiða heiminn út á barm gereyðingarstyrjaldar. Hvað þá forustumenn Sovétríkjanna snertir, sem í þetta skipti hafa orðið ofan á um innrásina í Afghanistan, þá ber að minnast þess um leið og sú innrás er for- dæmd, sem brot á alþjóðalögum, — að í 60 ár hafa Sovétríkin verið umkringd af fjandsamlegum ríkjum, sem í tvígang hafa ráðist á þau og valdið þeim ómælan- legum ógnum og tjóni. Og þessi umkring- ingarótti hvílir sem mara á heilum þess- ara sovésku forustumanna, svo strax og þeir finna að t.d. fasistastjórnin í Pakist- an og CIA brugga launráð gegn ríki, sem þeir í áratugi hafa getað treyst á, sem vin- veitt og hlutlaust, — þá liirða þeir lítt um almenningsálit erlendis, ef þeir aðeins geta hindrað umkringinguna. „Haukarnir“ í einu stórveldinu espa aðra. Ákvörðun „haukanna“ í Bandaríkj- unum um staðsetningu hinna langdrægu eldflaugastöðva í Vestur-Evrópu svara „haukarnir“ í Sovétríkjunum í sömu mynt. Það verður að láta af slíkum ögrunum, ef friður á að haldast. Það hefur aldrei verið meiri nauðsyn en nú að vit og raunsæi hafi taumhald á metnaði og æsingum. Það dugar ekki að gera tilveru mannkynsins að leiksopp í forsetakosningum í Bandaríkjunum: hætta á atomstríð, eins og Carter nú ger- ir, til þess að æsa kjósendur með sér í ki'afti múgæsinga þjóðrembings, — og til þess að þóknast hergagnaframleiðendum, voldugustu og ríkustu gTÓðahringum Bandaríkjanna. Við ræddurn ýtarlega í síðasta hefti „Réttar“, hvað við íslendingar eigum á hættu, ef til atomstríðs er látið koma — og skal það ekki endurtekið hér. En það er hart að sjá borgarablöðin æsa hér upp eins og þau væru í þjónustu stríðsglæfra- mannanna amerísku — og sýna engan skilning á hvílíkur voði kjarnorkustríð væri okkur hér á amerískri herstöð, — og mannkyni öllu. Ritað í febrúarlok 1980. E. O. Viðbót 8. mars 1980: Sclunidt kanslari sýnist samkvæmt síð- ustu fréttum vera að reyna að koma viti fyrir Carter, þannig að ekki verði horfið frá stefnuslökun gegn því að þýskir íjrróttamenn fari ekki til Moskvu! 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.