Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 41

Réttur - 01.01.1980, Page 41
ÁRNI BJÖRNSSON: SÖGUBROT AF HERNÁMSANDSTÖÐU í vor eru liðin 40 ár síðan ísland var fyrst hernumið. í þessari grein verður drepið á það andóf íslendinga gegn erlendri hersetu og íhlutun, sem síðan hefur farið fram. Áhersla verður þó fremur lögð á baráttuna utan sala Alþingis en innan, því að þær heimildir eru geymdar í Aiþingistíðindum og að nokkru í flokksmálgögnum frá sama tíma. Þær eru því tiltölulega aðgengilegar, þótt baktjaldamakk sé að vísu óvíða skráð. Það skal einungis áréttað, að á þeim vettvangi voru sósíalistar sífellt drifkrafturinn, ekki síst í baráttunni gegn sofandahættinum, þótt einstakir þingmenn annarra flokka legðu oft hönd á plóginn, einkum fyrsta hálfan annan áratuginn. Á það í fyrstu við um nokkra Sjálfstæðisþingmenn af gamla skólanum, en síðan einkum hluta Framsóknar- flokksins og svo Þjóðvarnarflokkinn meðan hann átti tvo menn á þingi 1953—56. Fæst- ir og linastir í andófinu voru eðli sínu samkvæmt þingmenn Alþýðuflokksins. 41

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.