Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 46

Réttur - 01.01.1980, Síða 46
Löngum síðan hafa morg ungmennafé- lög öðru hverju samþykkt andmæli eða viðvaranir vegna dvalar erlends hers í landinu. Annar aðili, sem stundum hefur haft í frammi kröftug mótmæli gegn herstöðv- um á landinu, er verkalýðshreyfingin eða Alþýðusamband íslands. Þetta á þó einkum við árin 1945—46 og að nokkru leyti árið 1949 eins og nánar mun að vikið. Þriðji aðilinn og sá sem hvað lengst hefur gustað um eru stúdenlar við Hd- skóla íslcmds. í Stúdentablaði 1. desem- ber 1940 og 1941 er þegar tekið mjög í sama streng og Ungmennafélag íslands, en síðan hafa skipst á hæðir og lægðir eftir því hvernig meirihluti Stúdentaráðs var skipaður hverju sinni. En hefðbundin ráð stúdenta yfir fullveldisdeginum 1. desember hafa orðið þess valdandi, að átökin um þetta mál hafa nær alltaf sett svip sinn á daginn og gert þau að árviss- um atburði. Önnur baráttusamtök hafa flest verið líkt og lótusblóm, sem lifnuðu og dóu, en aldrei leið á löngu þar til annað spratt upp, ef eitt lagðist í dá. Her„vernd“ Bandaríkjanna 1941 7. júlí 1941 tóku Bandaríkin við yfir- herstjórn á íslandi af Bretum. Þetta var liður í langtímaáætlun þeirra um yfirráð á vesturhveli jarðar, og haustið 1940 hafði stjórn Bandaríkjanna tilkynnt, að varnarlína þeirra lægi lyrir austan ísland. Nauðugir urðu Bretar að láta ísland af hendi, en um þetta leyti stóðu þeir mjög höllum fæti í styrjöldinni og urðu að 46 kaupa aukna aðstoð Bandaríkjanna dýru verði. Hér var þó sá munur á, að íslenska ríkisstjórnin var jrvinguð til að óslm eftir vernd Bandaríkjanna. Þau voru vita- skuld of vammlaus til að hernema okk- ur, enda ekki enn orðin beinn styrjald- araðili. Ekki er enn með öllu Ijóst, hvaða þvingunum var beitt, en viðskiptahags- munir voru vafalítið þungir á metunum. Þá skuldbundu Bandaríkin sig til að hverfa burt með allan heralla sinn „undir eins og núverandi ófriði er lokið“, eins- og stóð í tilkynningu íslensku ríkisstjórn- arinnar. En í tilkynningu Bandaríkjafor- seta sama dag stóð hinsvegar „undir eins og núverandi hœttuástandi i milliríkja- viðskiptum er lokið.4) Það verður naumast hjá því komist að greina frá viðbrögðum sumra Sjálfstæð- ismanna af garnla skólanum, þegar álykt- unin um herverndina var lögð fyrir Al- þingi 9. júlí. Þar er bæði vikið að hótun- um herveldanna, og auk þess er áhuga- vert að sjá, hvernig jressir menn hugsuðu þá enn um sjálfstæði og hlutleysi. Gísli Sveinsson: „Það er víst, að engin ríkisstjórn, sem hefur sér að baki einhuga Aljringi og að því er vitað er einhuga þjóð um þetta atr- iði, að halda fast við hlutleysið, mundi ótilneydd gera þetta. Þess vegna er það alveg gefið, þó að Jrað liafi ekki komið l'ram frá ríkisstjórninni, og það er nú í hugum háttvirtra þingmanna, eins og Jrað er nú í hugum Jijóðarinnar, að hæst- virt ríkisstjórn hafi verið til neydd að gera þetta. — Ég býst við, að Jrað sam- komulag, sem hér er lagt fyrir hæstvirt Aljúngi, verði að samjrykkja gegn sam- vizkunnar mótmælum." Á

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.