Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 48

Réttur - 01.01.1980, Side 48
að það fái að njóta þess sjálfstæðis og að ekki verið gengið á rétt þess á nokkurn hátt.“6) Alþingi felldi að taka þessa tillögu á dagskrá. Krafa um herstöðvar til 99 ára Þegar dró nær ófriðarlokum, tóku þess að sjást merki, að tortryggni áðurnefndra þingmanna hafði ekki verið ástæðulaus. í ágúst 1944 segir t.d. Tom Connally, for- maður utanríkisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings: „Á Atlantzhafi ættu Bandaríkin að reyna að ná samningum um langa leigu á öllum bækistöðvum á eyjum þar, en ef hægt væri, ættu Bandaríkin að reyna að eignast þessar eyjar. — Það er lífsnauðsyn að hafa bækistöðvar á íslandi."7) í byrjun október 1945 bárust svo til- mæli Bandaríkjanna um þrjár herstöðvar á íslandi til 99 ára. Talsverð leynd hvíldi lengi vel yfir þessari málaleitan. Þar sem Sósíalistaflokkurinn var þá í ríkisstjórn, virðist málgagn hans Þjóðviljinn hafa verið bundinn vissri þagnarskyldu og orðið að stilla sig um að kjafta frá ýmsu því, sem gerðist bak við tjöldin. En 15. október hóf blaðið Útsýn göngu sína, sem entist fram yfir áramót. Ritstjóri þess var Finnbogi R. Valdimarsson, og í það skrif- uðu ýmsir óflokksbundnir andstæðingar hersetu. Blaðið tók mjög einarða afstöðu gegn kröfu Bandaríkjanna, og gegnum það var unnt að láta ýmislegt síast út um gang málsins og vekja athygli á því.8) Þá leyfðist Þjóðviljanum að grípa boltann, og um leið létu fylgjendur kröf- unnar á sér bæra. í forystugrein Vísis 27. okt. segir m.a.: „Að því er hermt er, hafa Bandaríkin leitað samvinnu íslendinga, og mun Al- þingi hafa fjallað um það mál að undan- förnu. í rauninni er ekkert vitað um orð- sendingu Bandaríkjanna annað en það, að farið mun fram á, að viðræður verði upp teknar varðandi slíka samvinnu. Sýnist með öllu ástæðulaust að verða ekki við slíkum tilmælum. — Fjarri öllu lagi er að efna til áróðurs gegn málaleitunum þessara þjóða, þótt nærri hagsmunum okkar kunni gengið. Við verðum að gera okkur grein fyrir, að hlutleysið er rokið út í veður og vind. — Viljum við tryggja framtíðarhag okkar, verðum við að beina viðskiptum okkar til vesturs, með jrví að Evrópumarkaðurinn virðist vera mjög ótryggur.“ En nú tóku andstæðingar herstöðvanna verulega að láta til sín taka. Um mánaða- mótin október-nóvember samþykkir full- skipuð sambandsstjórn Alþýðusambands íslands ályktun, þar sem eindregið er mótmælt allri ásælni erlendra ríkja til íhlutunar, áhrifa eða sérstöðu hér á landi.0) 12. nóvember er haldinn almenn- ur stúdentafundur, þar sem því er harð- lega mótmælt, að nokkru erlendu ríki verði veittar hernaðarstöðvar á íslandi. í nóvember kom út hefti af Tímariti Máls og menningar, sem var einvörð- ungu helgað hinum sönnu landvörnum og í það skrifuðu m.a. Jóhannes úr Kötl- um, Einar Ól. Sveinsson, Halldór Kiljan Laxness, Theodóra Thoroddsen og Þór- bergur Þórðarson. 1. desember hnykktu stúdentar mjög á mótmælum sínum bæði í ræðuhöldum, sem var útvarpað, og í Stúdentablaði, þar sem Ólafur Lárusson Háskólarektor skrifaði aðalgreinina. í henni tætir hann sundur þau rök, sem færð höfðu verið fyrir nauðsyn hervemdar og kemst að 48

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.