Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 55

Réttur - 01.01.1980, Síða 55
lýðsfélaganna í Reykjavík, sem hernáms- andstæðingar áttu enn meirihluta í, boð- uðu til fundar í Miðbæjarskólaportinu sunnudaginn 27. mars. Þar var samþykkt að beina „þeirri eindregnu áskorun til Alþingis, að það ákveði ekki þátttöku ís- lands í því bandalagi án þess að sam- þykkis þjóðarinnar hafi fyrst verið leitað með almennri jrjóðaratkvæðagreiðslu.“21) Af þessum og öðrum slíkum fundum í Miðbæjarskólaportinu er til komið orðið „portkommúnisti". Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og Dagsbrún héldu síðan útifund í Lækjar- götu kl. 1 hinn 30. mars, sama daginn og Alþingi samþykkti inngönguna í NATO. Hann var örstuttur, en einróma var sam- þykkt ályktun, jrar sem skorað var á Al- þingi að taka ekki lokaákvörðun um mál- ið án |)ess að leitað væri álits þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu. Fundarmenn héldu síðan þúsundum saman á Austur- völl og tókst að koma ályktun fundarins til eins aljringismanns, Sigurðar Guðna- sonar formanns Dagsbrúnar, en Aljringis- forseti sinnti henni ekki. Eftir þetta hóf- ust hinir alræmdu atburðir á Austurvelli, sem mikið hefur verið um skrifað og margt villandi. En síðan hefur 30. mars verið sérstakur baráttudagur hernáms- andstæðinga. 28. mars höfðu farið fram útvarpsum- ræður um Nató-sáttmálann. Sktdu hér birtar glefsur úr ræðum eins stjórnarand- stæðings og fimm stjórnarjringmanna: Brynjólfur Bjarnason: „Ef eitthvert ríki í bandalaginu, t. d. Bandaríkin, fellir þann dóm að nú kunni að vera hætta á ferðum fyrir öryggi ein- hvers þátttökuríkis, þá skal gera samn- ing um viðeigandi ráðstafanir. Að Jrví er til íslands tekur yrði það vafalaust banda- rísk herseta.“22) Bjarni Benediktsson: er Jrað svo ótvírætt sem frekast er unnt, að þess verður aldrei óskað af ís- lendingum, að Jreir stofni eigin her, að Jreir vígbúist, að Jieir hafi erlendan her hér á friðartímum eða að Jreir hafi er- lendar herstöðvar hér á friðartímum.“23) Eysteinn Jónsson: ,,— ef einhverra Jreirra skuldbindinga væri krafizt í sáttmálanum, sem Islend- ingar gætu ekki undir gengizt, hefði t.d. verið farið fram á hersetu á friðartímum eða erlendar herstöðvar, þá hefðu lýð- ræðisþjóðirnar orðið að skilja, að ísland gat ekki verið með, Jrótt Jrað vildi sam- vinnu við þær. Engu slíku er til að dreifa.“24) Emil Jónsson: „Samningsaðilar gera sér ljósa sérstöðu íslands sem herlauss lands og að íslend- ingar muni ekki setja upp her. Þeir gera sér líka ljóst, að við munum ekki leyfa erlendar herstöðvar á friðartímum né er- lendan her hér á landi."25) Óláfur Thors: „Hann er sáttmáli um það, að engin þjóð skuli nokkru sinni hafa her á ís- landi á friðartímum. Hann er sáttmáli um Jrað, að aldrei skuli herstöðvar vera á íslandi á friðartímum.“26) Stefán Jóhann Steiánsson: „Staðreyndir málsins varðandi aðild íslands eru óvefengjanlega Jressar: að við- urkennt er af öllum stofnaðilum Atlantz- hafsbandalagsins, að ísland hafi engan

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.