Réttur


Réttur - 01.01.1980, Side 56

Réttur - 01.01.1980, Side 56
her og ætli sér alls ekki að stofna her, að ekki komi til mála, að erlendar herstöðv- ar verði á íslandi á friðartímum.“27) Þjóðareining gegn her í landi 1953 Eftir þennan ósigur má segja, að nokk- urt hlé verði á skipulagðri baráttu gegn hernaðarafskiptum utan Sósíalistaflokks- ins. Blaðið ÞjóðvÖrn hélt að vísu áfram að koma út fram á haustið 1949, eitt blað kom út í apríl 1950 og loks síðasta tölu- blað þess 10. maí 1951, rétt eftir að bandaríski herinn hafði opinberlega stig- ið á land aftur. Það gerðist 7. maí. Alþingi hafði þá verið slitið, en þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks voru kallaðir saman á lokaðan fund til að samþykkja hernámið. Her- stöðvasamningurinn var formlega sam- þykktur á Alþingi haustið eftir. En her- námið var jafn ólöglegt fyrir það. Sósíal- 56 istaflokkurinn hélt mikinn útifund í Reykjavík 16. maí til að mótmæla her- náminu, en aðrir aðilar áttu })ar ekki hlut að. Alþýðusamband Islands var sem áður sagði í liöndum hægri manna og beittu sér ekkert. Þing þess skoraði þó á Al- þingi haustið 1950 að segja flugvallar- samningnum upp strax og ákvæði leyfðu og tryggja, að völlurinn yrði á engan hátt notaður til hernaðarjrarfa. En á þingi þess 1952 er sú ömurlega ályktun ein gerð, að forðast beri samneyti íslensks æskufólks við setuliðið. Vallarvinnan batt nefnilega enda á atvinnuleysið, sem byrj- að hafði með Marshallaðstoðinni. Stúdentaráð var sömuleiðis í höndum hernámssinna, ýmist Vöku einnar eða í samvinnu hennar við krata og Framsókn- arstúdenta. Róttækir stúdentar héldu þó stöðugt uppi andófi. Veturinn 1952—53 var Þjóðvarnar- flokkur íslands stofnaður. í honum voru

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.