Réttur


Réttur - 01.01.1980, Síða 57

Réttur - 01.01.1980, Síða 57
ýmsir þeirra, sem áður höfðu verið í Þjóðvarnarfélaginu, en annars virtist markmið hans vera að sameina alla her- stöðvaandstæðinga, sem ekki væru „kommúnistar“. Vorið 1953 vaknaði hinsvegar upp óformleg hreyfing, sem venjulega var nefnd „Þjóðareining gegn her í landi“. Aðalhvatamaður hennar var Gunnar M. Magnúss rithöfundur, en ýmsir fleiri slógust í þann hóp svosem Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Gunnar J. Cortes læknir, Olafur Jóh. Sigurðsson skáld, Pétur Pét- ursson útvarpsþulur, Þorsteinn Björns- son fríkirkjuprestur o. fl. Boðað var til þjóðarráðstefnu gegn her í landi í Reykjavík 5.-7. maí og sóttu hana á þriðja hundrað fulltrúar fiá 54 félögum. Samþykktar voru ýmsar álykt- anir gegn hersetunni og samskiptum Is- lendinga við herliðið, útvarpsrekstri og öðrum umsvifum hans. Portfundur var svo haldinn á vegum hreyfingarinnar 4. júní. Alþingiskosningar fóru fram þann 28. júní, og var forystumaður andspyrnu- hreyfingarinnar, Gunnar M. Magnúss, í baráttusæti Sósíalistaflokksins í Reykja- vík. Leikar fóru hinsvegar svo, að Sósíal- istaflokkurinn tapaði tveirn þingsætum til hins nýstofnaða Þjóðvarnarflokks. Dró þá mjög úr starfsemi hreyfingarinnar, enda var þá hernámsvinnan og kalda stríðið í algleymingi. Andspyrnuhreyf- ingin gaf þó út Sjálfstœðisblaðið 1. des. 1953 og annað tölublað árið eftir. En það var hennar svanasöngur. StúdentaráS 1953—55 Þetta hlé stóð þó ekki lengi, því að haustið 1953 gerðust þeir atburðir í Há- skólanum, að Va'ka missti meirihluta sinn í Stúdentaráði, en myndaður var vinstri „bræðingur“ Róttækra, Krata, Framsókn- ar og Þjóðvarnarstúdenta. Var nú ákveð- ið að helga 1. desember baráttunni fyrir brottför hersins. Ræðumaður var Jóhann Sæmundsson prófessor. Þetta framtak stúdenta olli þvílíkum taugatitringi í Morgunblaðinu, að helst er að líkja við fall borgarstjórnarmeiri- hlutans vorið 1978. „Kommúnistar ráða lögum og lofum í Stúdentaráði," stóð í einni fyrirsögn, og eftir því fór annar málflutningur þess, sbr. þessa tilvitnun: „Línukommúnistinn Jón Böðvarsson stud.mag. var kjörinn ritstjóri 1. des. blaðsins af hinum rauða meirihluta bræð- ingráðsins. Hefur slík vanvirða ekki ver- ið kölluð yfir stúdenta um margra ára bil." Næstu tvö ár var 1. desember einnig helgaður baráttunni fyrir brottför hers- ins og má segja, að utan Alþingis og stjórnmálaflokkanna hafi Háskólastrid- entar verið í fylkingarbrjósti þeirrar bar- áttu um þriggja ára skeið eða Jrar til Vaka náði aftur meirihluta haustið 1956. En Jrá hafði líka verið mynduð „vinstri“ rík- isstjórn sumarið áður. Ræðumaður fyrra árið var Jón Helgason prófessor, en hið seinna Halldór Laxness, sem Joá hafði ný- verið fengið Nóbelsverðlaunin. Þess ber líka að geta, að haustið 1954 náðu vinstri menn aftur meirihluta í Al- Jiýðusambandi íslands og samjrykktu ályktun um brottför hersins. Hið sama gerðist árin 1956, 1958 og 1960, en síðan var hljótt um herstöðvamálið á þingum ASÍ um 16 ára skeið, þar til á þingi haustið 1976. Þá var aftur krafist brott- farar hersins, en auk Jjess í fyrsta sinn úrsagnar úr Atlantshafsbandalaginu. 57

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.