Réttur


Réttur - 01.01.1980, Page 59

Réttur - 01.01.1980, Page 59
INNLEND BlgMi ■ VÍÐSJÁ ■lllM 1 Enn um farandverkafólk í grein Tryggva Þórs Aðalsteinssonar hér í Rétti um farandverkafólk er rakið nokkuð það sem gerst hefur á undan- förnum mánuðum meðal farandverka- fólks frá því það reis upp og mótmælti kjörum sínum í Vestmannaeyjum á síð- astliðnu sumri, eins og mörgunr er í fersku minni. Nú allra síðustu vikurnar hafa málefni farandverkafólks enn verið í sviðsljósi frétta og umræðna, og það ekki að ástæðulausu. Suður í Grindavík konr til átaka nú í marsmánuði á milli farandverkafólks, sem unnið hefur hjá Hraðfrystihúsi Þór- kötlustaða h.f. og atvinnurekandans þar. Erlendar stúlkur, sem þar hafa verið í vinnu frá í haust sáu sig tilneyddar til að yfirgefa staðinn ásamt fleirum og ráða sig í vinnu annars staðar. Fyrir nrilli- göngu Baráttuhóps farandverkafólks fengu erlendu stúlkurnar vinnu á Suður- eyri, en þar hefur verið búið all miklu betur að verkafólki, en víða annars stað- ar. í Grindavík gekk svo langt að at- vinnurekendur siguðu lögreglu á farand- verkafólkið, þar senr það að kvöldlagi lrélt kveðjuhóf, áður en það yfirgaf pláss- ið. Þetta gerðist þrátt fyrir að samkvæm- ið færi friðsamlega franr í alla staði. Aðbúnaðarmálin komust enn á ný dag- skrá af þessu tilefni og í Þjóðviljanum var m.a. bent á stórlrættulegan frágang á rafmagni í verbúð Þórkötlustaða h.f. Rafmagnseftirlitsmenn, heilbrigðisfull- trúi og fulltrúi frá Öryggiseftirliti ríkis- ins komu á vettvang og kröfuðust úrbóta. í sölunr Alþingis voru mál fararrd- verkafólks til umræðu og upplýsti félags- málaráðherra, Svavar Gestsson, að hann hefði skipað nefnd til að kanna og gera tillögur unr úrbætur farandverkafólki til handa, bæði erlendu og innlendu. Af þessu má sjá að baráttu farand- verkafólks þokar franr á við. Þó ekki sé langt síðan fyrst var vakin atlrygli á þessu lrefur all nokkuð áunnist. 59

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.