Réttur - 01.01.1980, Side 62
Indíánar í Equador
Lítil saga varpar nokkru Ijósi á í'ram-
ferði hinnar hvítu herraþjóðar og banda-
ríska auðvaldsins gagnvart Indíánum:
Það fannst olíu í austur-fjallendi Equa-
dor. Bandarísku auðkýfingarnir fólu stór-
jarðeigendanum Alfoiiso Pereira að láta
leggja veg að olíulindunum. Samtímis
skyldi svæðið hreinsað að Indíánum, litlu
kotunum þeirra með smájarðarskika í
kring — Huasipungos heita þeir á þeirra
máli — skyldi útrýmt. Þessi smákofabú-
skapur var lífsgrundvöllur Indíánanna.
Þeir fengu hann fyrir þrældóm sinn hjá
stórjarðeigandanum. Þar gat Indíáninn
ræktað ofurlítinn maís og kálmeti, til að
halda lífi í fjölskyldu sinni.
Stórjarðeigandinn markar Indíánana
„sína“ með glóandi járni, eins og naut-
gripina. Fjöldi þeirra er sendur til vinnu
í lífshættuleg fen, til þess að flýta fyrir
vegarlagningu Kanans. Þorpspresturinn
fer með til þess að hóta þeim hegningu í
hreinsunareldi og helvíti, ef þeir hlýða
ekki. Og svo ef þeir fá malaríuna, hvín
svipan yfir þeim: „foreldrar fyrir veik-
indi Indíánanna". Hungrið kveiur þá
og rekur þá til að reyna að draga úr því
með betli, þjófnaði og vændi. — Allt þola
Indíánamir.
En þegar á að svipta þá kot-skikunum
(Huasipungos) þá rísa þeir upp. Ríkis-
stjórnin, sem er keypt af amerísku auð-
jöfrunum, lætur skjóta þá sundur og sam-
an með byssum frá Könum. — Þessu níð-
ingsverkum Ameríkana hefur rithöfund-
urinn Jorge Icaza nýlega lýst af óvið-
jafnanlegri snilld í bók sinni „Huasi-
pungo“. — Það er ádeila á auðvaldið og
menningu þess, sem ekki gleymist.
Börn í Suður-Afríku
Hvíta yfirstéttin í Suður-Afríku lifir í
miklu óhófslífi.
En hvað um börn svertingjanna?
Helmingur dauðsfalla í Suður-Afríku
er barna undir 5 ára aldri. Fæðuskortur
er undirrót þessa.
Fjórða hvert barn svertingja í Eastern
Cape deyr áður en það nær ársaldri.
Flækingsbörn í Namibíu (við Wind-
hoek) berjast með bareflum um matar-
leifar á öskuhaugum borgarinnar.
Biskupinn Tatu spurði litla negra-
stúlku livað gerðist, þegar móðir hennar
gæti ekki fengið lánaðan mat. Hún svar-
aði: „Við drekkum vatn til að fylla mag-
ann.“
Kennarar í skólum svertingja í Pieter-
maritsburg urðu furðu lostnir, er þeir
komust að því að nemendur þeirra éta
dagblöð til þess að draga úr hungur-
kvölunum.
Á næstu 12 mánuðum munu að sögn
sérfræðinga allt að 100 þúsund börn
deyja í Suður-Afríku af fæðuskorti og
sjúkdómum, er af honum stafar.
Suður-Afríka er eitt af ríkustu löndum
heims. Hvíta yfirstéttin er hákristin,
strangtrúuð.
„Bandamenn" Bandaríkjanna
„Réttur“ birti í „Neistum" 2. hefti
1979 lofræðu Carters um fyrirmyndar
bandamann Bandaríkjanna, keisarann í
íran.
Þessi keisari hafði orðið að flýja til
Róm, er Mossadegh-stjémiin komst til
valda 1953 og tók að þjéjðnýta olíulindir
írans. Þeirri stjórn var steypt að undir-
lagi amerísku leyniþjémustunnar CIA og
62