Réttur


Réttur - 01.01.1981, Page 1

Réttur - 01.01.1981, Page 1
64. árgangur 1981 — 1. hefti Vér íslendingar stöndum nú sem mannkynið gjörvallt frammi fyrir þeim tveim ólíkustu og andstæðustu kostum, sem mannkynið nokkru sinni hefur átt um að velja: annarsvegar róttækustu tækni- byltingu sögunnar, er gert gæti land vort — og smámsaman gervalla jörð — að þeim unaðsreit skapandi vinnu og menningarlífs, er skáld- in forðum sáu í fegurstu draumsýnum, enda sé þá þjóðfélaginu stjórnað af viti og réttlæti, — og hinsvegar þess að þurrka út þjóó vora og máske mannlífið allt á jörðinni í eldi atomstríös, af því ríkustu valdhafar jaröar valdi þeim vítiseldi, er slíkt ódæði geti unnió, en ráði ekki viö eigin lesti valdagirndar og ofstækis. Við íslendingar getum nú aflétt þeim þrældómi langs vinnutíma, sem yfirstéttin meó óstjórn sinni á atvinnullfinu og sífelidum gengis- lækkunum og veróbólgu hefur valdið alþýðu manna. Við getum í krafti tölvuvæðingar og annarra gerbyltinga I krafti orku auðlinda vorra, hagnýttra í eigin þágu, skapað hér mannsæmandi líf meö „gullöld frístunda” og glæsilegs menningarlífs, ef alþýðan sjálf, póli- tískt einhuga, stjórnar þjóófélagi voru af viti og réttlæti, en hagnýtir um leiö þekkingu og atorku bestu vísindamanna vorra og víðsýnustu atvinnurekenda. En smásálarháttur kramarans og hrossaprangsmáti kjördæma- braskara liggur sem mara á hugum þeirra manna, sem þjóðin hefur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.