Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 16

Réttur - 01.01.1981, Side 16
Það getur orðið örlagaspurningin um það hvort við verðskuldum að lifa áfram í þessu fagra landi, eiga það, ráða því. — Og manndómur vor gæti orðið öðrum stærri þjóðum fordæmi öllum oss til bjargar. Við skulum samt íhuga betur hvað hægt er að gera hér heima, ef framan- skráð hugmynd bregst. Almannavarnir og tortímingarhættan Þegar lögin um almannavarnir voru sett 1962 var hernaðarhættan fyrst og fremst höfð í huga eins og 1. gr. ofl.4 bera með sér. Síðan hefur „jafnvægi ótt- ans” haft þau áhrif að almenningur og yfirvöld hafa ekki reiknað með mögu- leika á stríði, er snerti ísland. En nú þegar Bandaríkjastjórn stefnir að stríði, er leggi Evrópu í auðn, en hlífi Bandaríkjunum, en geri ísland hinsvegar að mikilvægum stað, líka í slíku stríði, þá verður aftur að taka til raunhæfrar íhugunar hvað almannavarnir skuli gera til að vera við þeim hörmungum og þrengingum búin, sem slíkt stríð leiðir yfir okkur. Fyrsta skilyrðið er að allir ábyrgir að- ilar geri sér alveg ljóst að slíkt stríð á ekkert skylt við síðasta heimsstríð, hvað okkur snertir. Við verðum að búast við því að allir flutningar til og frá landinu stöðvist að mestu, máske að flest raf- orkuver og olíubirgðir eyðileggist — og höfuðatriðið verði að sjá því fólki fyrir mat, sem hægt væri að bjarga frá aðal- hættustöðvunum eins og hugmyndir 16 voru settar fram um í næst síðasta kafla. Það yrði máske oft að treysta á róðra- báta og veiðitæki þeirra til öflunar fiskjar, — ef olía, bensín og rafmagn hyrfi úr sögunni, — og líklega yrði fiskur nógur inn í fjarðarbotna, er engir væru til að veiða hann utar. En með landbúnað- arvörum, fiski og kartöflum má lengi halda lífi í fólki, ef geislavirkni og sprengjur ekki ná til þess. En þröngt yrðu menn þá að búa og alt að spara, einungis einbeita sér að því að halda í sér lífinu þá mánuði eða ár, sem vitfirring stríðsins stæði. En það er gott að horfast í augu við þessa hættu og gera ráðstafan- ir í samræmi þar við strax. Því það sem hér er lýst er af fyllstu bjartsýni, bland- inni óskhyggju. Strax kjarnorkustyrjöld sem byrjar skyndilega getur valdið miklu hræðilegra ástandi en hér er lýst. En hvað sem reynt er að gera sér í hug- arlund um hvað hægt væri að gera til bjargar mestum hluta þjóðar vorrar, þá hlýtur aðalvonin að vera sú að það takist að hindra slíkt stríð: Að m.a.s. Nato- leiðtogar Vestur-Evrópuríkja neiti að leiða þjóðir sínar út í það sjálfsmorð, sem herkongar Kanans heimta af þeim — og þessir íslensku Nato-liðar, sem við þessi mál fást hér, ættu þó að minnsta kosti að finna til þeirrar ábyrgðar, að láta hvorki reisa hér ný skýli né nýja bensíntanka handa morðvörgunum vestra. Það, sem er þó ef til vill helsta vonin til þess að hinir nýju herrar Bandaríkjanna, viti sínu fjarri af ofmetnaði, yfirdrotnun- arsýki og stríðsæði, létu af glæpsamleg- um fyrirætlunum sínum, er að Sovétrík- in geri þeim ljóst að reki þeir bandamenn sína í Evrópu útí það að reisa þar kjarn- Á

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.