Réttur - 01.01.1981, Page 19
Bckkjarbræður bcra líkkistu
Jcffrey Matliis til grafar.
Hann var 19. barnið,
er myrt var í Atlanta.
drepa þriðjung þjóðarinnar, þ.e. yfir
miljón manna.
Það er þetta verk, sem „verndari
mannréttindanna, lýðræðis og íslands
sérstaklega”, Ronald Reagan, er nú að
byrja á. Tíminn mun leiða í ljós hvort
hann þorir að halda áfram slíku illvirki.
Það er rétt að minna á það að samtimis
hafa í einni bandarískri borg Suðurríkj-
anna, Atlanta, á síðustu 19 mánuðum
verið framin morð á 20 þeldökkum börn-
um, tveim stúlkum og 18 drengjum, sjö
til fimmtán ára, án þess morðinginn
fyndist. — Skyldi Atlanta ekki hafa
verið fyllt af lögreglu og morðinginn
löngu fundinn, ef það hefðu verið hvít
börn, sem myrt hefðu verið?
í San Salvador búa mestmegnis indíán-
ar og kynblendingar, a.m.k. hvað al-
þýðufólkið snertir. Þar aðstoðar Banda-
ríkjastjórn nú við að drepa. Og hún heit-
ir verstu harðstjórnum heims hverskonar
aðstoð, m.a. Suður-Afríku-stjórn, sem
lætur fyrst og fremst myrða þeldökkt
fólk,jafnvel börn.
SKÝRINGAR:
1 Sjá frásögnina af fundum æðstu manna Bandaríkj-
anna um þessar tillögur Stimsons i „ísland í skugga
heimsvaldastefnunnar” bls. 230 og Fred J. Cook:
The Warfare State, bls. 126-131.
2 Nafngift Eisenhowers forseta á aðalvaldaklíku
Bandarí kjanna.
3 Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð
Roosevelts, segir í endurminningum sínum, bls. 946:
„In the North Atlantic we took a major step in our
own protection by sending an occupation force to
lceland at the beginning of July ...” (þ.e. ,,á Norð-
ur-Atlantshafinu stigum við stórt skref okkur sjálf-
um til varnar með því að senda hcrnámslið til íslands
í byrjun júli ...” Leturbr. mín)
4 Upphaf I. gr. laga um almannavarnir (29. des. 1962)
hljóðar svo: „Hlutverk almannavarna er að skipu-
leggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því
að koma i veg fyrir, eftir því sem unnt er, að almenn-
ingur verði fyrir líkamstjóni eða eigna af völdum
hernaðaraðgerða, og veita líkn og aðstoð vegna
tjóns, sem orðið hefur, enda falli þau störf ekki
undir aðra aðila samkvæmt lögum.” q
19