Réttur


Réttur - 01.01.1981, Side 26

Réttur - 01.01.1981, Side 26
Arnmundur Backman: Hin nýja félagsmálalöggjöf og verkalýðshreyfingin r I krafti þess valds, sem verkalýðurínn er í kosningum og hins að einn fulltrúi hans, Svavar Gestsson, skipar nú sœti félagsmála- ráðherra, hafa margar endurbœtur verið gerðar á félagsmálalög- gjöfinni s.l. 2 ár. Með vinstri stjórninni árið 1978 og með núverandi ríkisstjórn sköpuðust möguleikar til nýrrar sóknar í félagslegum réttindamálum. Verkalýðshreyfingin hefur á þessum tíma miðað kröfugerð sína við vinsamlegt ríkisvald og ætlast til þess réttilega, að fullur skilningur sé á þörfinni fyrir margvíslegar réttarbætur launþegum til handa. Á síðast- liðnum tveim, þrem árum hefur ríkisvaldið í samráði við verkalýðshreyfinguna komið mörgum baráttumálum hennar í höfn í formi laga og reglugerða. Þegar þetta er skrifað eru sömuleiðis mörg mál af þessu tagi í undirbúningi. Verða þau helstu talin hér upp: 1. Réttur til uppsagnarfrests og launa í veikinda- og slysatilfellum Með lögum nr. 19/1979, sem komu í stað laga nr. 16/1958 er auk- inn verulega réttur fólks til uppsagn- arfrests og launa í veikinda- og slysa- tilfellum. Verkafólk, sem unnið hefur sam- fellt í eitt ár hjá aðilum, sem fást við atvinnurekstur innan sömu starfs- greinar, hefur nú eins mánaðar upp- sagnarfrest frá störfum. Verkafólk sem unnið hefur hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár sam- fleytt, hefur tveggja mánaða upp- sagnarfrest og verkafólk, sem unnið hefur fimm ár hjá sama atvinnurek- anda samfellt, á nú þriggja mánaða uppsagnarfrest. Samkvæmt gömlu lögunum gat uppsagnarfrestur orðið einn mánuð- ur. Samkvæmt lögum þessum á allt fastráðið starfsfólk, sem ráðið hefur 26

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.