Réttur - 01.01.1981, Page 30
kostnaðar sem launþegi kann að
þurfa að leggja í, vegna innheimtu-
aðgerða hans á hendur launagreið-
anda.
6. Lögskráning sjómanna
Með lögum nr. 44/1980 er gerð sú
breyting á lögskráningu sjómanna að
útgerðarmaður skal með skriflegri
tilkynningu eða á annan hátt láta
skipverja vita um lögskráningu og
afskráningu, ef hann er ekki við-
staddur hana. Ber útgerðarmanni
samkvæmt nýju lögunum að sanna
að skipverja hafi verið tilkynnt um
lögskráningu úr skipsrúmi, ef um er
deilt. Ef skipverja hefur eigi borist
vitneskja um lögskráningu úr skips-
rúmi á réttum tíma, er honum heim-
ilt að véfengja gildi hennar með því
að bera upp andmæli við lögskrán-
ingarstjóra.
7. Laun sjómanna í veikinda- og
slysatilfellum
Með lögum nr. 49/1980 er gerð
breyting á 18. gr. sjómannalaganna
og réttur sjómanna til launa í veik-
inda- og slysatilvikum aukinn veru-
lega. Samkvæmt lögunum á skipverji
nú rétt á óskertum launum í allt að tvo
mánuði fyrstu tvö starfsárin. Hafi
skipverji verið ráðinn á sama skip
eða hjá sama útgerðarmanni í tvö ár,
eykst réttur þessi um einn mánuð og
um tvo mánuði ef um fjögurra ára
samfellda ráðningu er að ræða hjá
sama útgerðarmanni. Þessi heildar-
réttur í fjóra mánuði eftir fjögur
starfsár kemur í stað réttar til tveggja
mánaða ef um yfirmann var að ræða
en eins mánaðar ef um undirmann
var að ræða.
8. B.S.R.B. — B.H.M.
Með bráðabirgðalögum nr. 68/
1980 eru gerðar ýmsar lagfæringar á
lögum um kjarasamninga BSRB. Þar
er m.a. ákveðið að lögin skuli taka til
starfsmanna sjálfseignarstofnana,
sem starfa í almannaþágu og njóta
fjárframlaga til launagreiðslna úr
ríkissjóði eða af daggjöldum. Einnig
er þar ákveðið að kjarasamningar
skuli vera skriflegir og um lengd
þeirra samið í aðalkjarasamningi.
Áður var lengd kjarasamninga bund-
in í lögum. Með lögunum er einnig
opinberum starfsmönnum tryggðar
atvinnuleysisbætur sambærilegar við
annað launafólk. Með bráðabirgða-
lögum nr. 69/1980 er félögum BHM
tryggður réttur til atvinnuleysisbóta
með sambærilegum hætti.
9. Skráning lífeyrisréttinda
Með lögum nr. 91/1980, um
skráningu lífeyrisréttinda er boðið að
30